Enski boltinn

Crouch sá um Wolves | Það bjargar ekkert Úlfunum úr þessu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stoke vann einskonar skyldusigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór 2-1.

Það var mikil stemmning á Britannia-vellinum í Stoke þegar flautað var til leiks.

Það voru samt sem áður gestirnir sem riðu á vaðið og skoruðu fyrsta mark leiksins eftir rúmlega 25 mínútna leik.

Þar var að verki Michael Kightly , leikmaður Wolves. Ryan Shawcross jafnaði síðan fyrir Stoke rétt fyrir hálfleik og var staðan því 1-1 þegar menn gengu til búningsherbergja.

Peter Crouch, leikmaður Stoke, skoraði síðan sigurmark heimamanna þegar um hálftími var eftir af leiknum. Fátt getur komið í veg fyrir að Wolves falli niður um deild en akkúrat ekkert gengur hjá félaginu. Wolves er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar með 22 stig. Stoke er í því 11. með 41 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×