Enski boltinn

Uppnám í Brussel eftir óhugnanlegt morð

Frá Brussel í dag.
Frá Brussel í dag. mynd/AFP
Starfsmaður í stjórnstöð almenningssamgangna í Brussel var barinn til bana eftir árekstur strætisvagns og einkabíls í morgun. Í kjölfarið voru allar almenningssamgöngur í borginni stöðvaðar.

Maðurinn, sem var 56 ára gamall, var boðaður á vettvang eftir áreksturinn. Hann lenti útistöðum við farþega í einkabílnum og kom fljótt til handalögmála. Maðurinn lést eftir að hafa fengið banvænt högg í höfuðið.

Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn af lögreglunni í Brussel.

Í yfirlýsingu frá forsætisráðherra Belgíu, Elio Di Rupo, er farið fram á að árásarmaðurinn hljóti þyngstu mögulegu refsingu og að réttarhöldin fari fram sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×