Arteta hetjan þegar Arsenal lagði City Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2012 00:01 Mynd/Nordic Photos/Getty Mikel Arteta var hetja Arsenal en mark hans fjórum mínútum fyrir leikslok tryggði Lundúnarliðinu 1-0 sigur á Manchester City. Möguleikar City á titlinum eru að engu orðnir enda liðið átta stigum á eftir United í öðru sæti deildarinnar. Arsenal var betri aðilinn í leiknum og hefði átt að komast yfir eftir stundarfjórðung. Þá átti Robin van Persie skalla eftir hornspyrnu sem stefndi í markið. Því miður fyrir hann og aðra hliðholla Lundúnarliðinu stóð Thomas Vermaelen á línunni og hrökk boltinn af höfði hans og yfir markið. Skömmu síðar yfirgaf Fílabeinstrendingurinn Yaya Youre leikvöllinn vegna meiðsla. City má illa við að vera án hans í þeirri baráttu sem eftir er en Youre er algjör lykilmaður City-liðsins. Færin voru af skornum skammti í fyrri hálfleik og aðallega Mario Balotelli sem var í sviðsljósinu. Vísa átti Ítalanum af velli þegar hann setti sólann í hné Alexander Song, miðjumanns Arsenal. Martin Atkinson, dómari leiksins, missti af atvikinu og Balotelli slapp með skrekkinn. Robin van Persie komst í gott færi eftir 15 mínútna leik í síðari hálfleik en skalli hans af stuttu færi small í stönginni. Áfram hélt sókn Arsenal og þurfti Joe Hart að taka á honum stóra sínum þegar Theo Walcott skaut af stuttu færi. Frákastið féll fyrir Vermaelen sem rann til á vellinum og í kjölfarið hitti Benayoun ekki boltann. Ótrúlegt að heimamenn næðu ekki forystuni. Roberto Mancini skipti Carlos Tevez inn á fyrir Sergio Aguero en það kom ekki í hlut Argentínumannsins heldur Mikel Arteta að gera gæfumuninn á Emirates. Miðjumaðurinn snjalli vann boltann á miðjunni, lék í átt að teignum og bylmingsskot hans hafnaði neðst í markhorninu. Pirringur Roberto Mancini á hliðarlínunni leyndi sér ekki frekar en hjá Joe Hart markverði City. Aaron Ramsey skaut framhjá úr dauðafæri í viðbótartíma en það kom ekki að sök. Arsenal fagnaði sigri en möguleikar City á titlinum eru litlir sem engir eftir tapið. Grannarnir í United komnir með átta stiga forskot á toppnum þegar sex leikir eru eftir.Staðan í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Mikel Arteta var hetja Arsenal en mark hans fjórum mínútum fyrir leikslok tryggði Lundúnarliðinu 1-0 sigur á Manchester City. Möguleikar City á titlinum eru að engu orðnir enda liðið átta stigum á eftir United í öðru sæti deildarinnar. Arsenal var betri aðilinn í leiknum og hefði átt að komast yfir eftir stundarfjórðung. Þá átti Robin van Persie skalla eftir hornspyrnu sem stefndi í markið. Því miður fyrir hann og aðra hliðholla Lundúnarliðinu stóð Thomas Vermaelen á línunni og hrökk boltinn af höfði hans og yfir markið. Skömmu síðar yfirgaf Fílabeinstrendingurinn Yaya Youre leikvöllinn vegna meiðsla. City má illa við að vera án hans í þeirri baráttu sem eftir er en Youre er algjör lykilmaður City-liðsins. Færin voru af skornum skammti í fyrri hálfleik og aðallega Mario Balotelli sem var í sviðsljósinu. Vísa átti Ítalanum af velli þegar hann setti sólann í hné Alexander Song, miðjumanns Arsenal. Martin Atkinson, dómari leiksins, missti af atvikinu og Balotelli slapp með skrekkinn. Robin van Persie komst í gott færi eftir 15 mínútna leik í síðari hálfleik en skalli hans af stuttu færi small í stönginni. Áfram hélt sókn Arsenal og þurfti Joe Hart að taka á honum stóra sínum þegar Theo Walcott skaut af stuttu færi. Frákastið féll fyrir Vermaelen sem rann til á vellinum og í kjölfarið hitti Benayoun ekki boltann. Ótrúlegt að heimamenn næðu ekki forystuni. Roberto Mancini skipti Carlos Tevez inn á fyrir Sergio Aguero en það kom ekki í hlut Argentínumannsins heldur Mikel Arteta að gera gæfumuninn á Emirates. Miðjumaðurinn snjalli vann boltann á miðjunni, lék í átt að teignum og bylmingsskot hans hafnaði neðst í markhorninu. Pirringur Roberto Mancini á hliðarlínunni leyndi sér ekki frekar en hjá Joe Hart markverði City. Aaron Ramsey skaut framhjá úr dauðafæri í viðbótartíma en það kom ekki að sök. Arsenal fagnaði sigri en möguleikar City á titlinum eru litlir sem engir eftir tapið. Grannarnir í United komnir með átta stiga forskot á toppnum þegar sex leikir eru eftir.Staðan í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira