Arteta hetjan þegar Arsenal lagði City Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2012 00:01 Mynd/Nordic Photos/Getty Mikel Arteta var hetja Arsenal en mark hans fjórum mínútum fyrir leikslok tryggði Lundúnarliðinu 1-0 sigur á Manchester City. Möguleikar City á titlinum eru að engu orðnir enda liðið átta stigum á eftir United í öðru sæti deildarinnar. Arsenal var betri aðilinn í leiknum og hefði átt að komast yfir eftir stundarfjórðung. Þá átti Robin van Persie skalla eftir hornspyrnu sem stefndi í markið. Því miður fyrir hann og aðra hliðholla Lundúnarliðinu stóð Thomas Vermaelen á línunni og hrökk boltinn af höfði hans og yfir markið. Skömmu síðar yfirgaf Fílabeinstrendingurinn Yaya Youre leikvöllinn vegna meiðsla. City má illa við að vera án hans í þeirri baráttu sem eftir er en Youre er algjör lykilmaður City-liðsins. Færin voru af skornum skammti í fyrri hálfleik og aðallega Mario Balotelli sem var í sviðsljósinu. Vísa átti Ítalanum af velli þegar hann setti sólann í hné Alexander Song, miðjumanns Arsenal. Martin Atkinson, dómari leiksins, missti af atvikinu og Balotelli slapp með skrekkinn. Robin van Persie komst í gott færi eftir 15 mínútna leik í síðari hálfleik en skalli hans af stuttu færi small í stönginni. Áfram hélt sókn Arsenal og þurfti Joe Hart að taka á honum stóra sínum þegar Theo Walcott skaut af stuttu færi. Frákastið féll fyrir Vermaelen sem rann til á vellinum og í kjölfarið hitti Benayoun ekki boltann. Ótrúlegt að heimamenn næðu ekki forystuni. Roberto Mancini skipti Carlos Tevez inn á fyrir Sergio Aguero en það kom ekki í hlut Argentínumannsins heldur Mikel Arteta að gera gæfumuninn á Emirates. Miðjumaðurinn snjalli vann boltann á miðjunni, lék í átt að teignum og bylmingsskot hans hafnaði neðst í markhorninu. Pirringur Roberto Mancini á hliðarlínunni leyndi sér ekki frekar en hjá Joe Hart markverði City. Aaron Ramsey skaut framhjá úr dauðafæri í viðbótartíma en það kom ekki að sök. Arsenal fagnaði sigri en möguleikar City á titlinum eru litlir sem engir eftir tapið. Grannarnir í United komnir með átta stiga forskot á toppnum þegar sex leikir eru eftir.Staðan í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira
Mikel Arteta var hetja Arsenal en mark hans fjórum mínútum fyrir leikslok tryggði Lundúnarliðinu 1-0 sigur á Manchester City. Möguleikar City á titlinum eru að engu orðnir enda liðið átta stigum á eftir United í öðru sæti deildarinnar. Arsenal var betri aðilinn í leiknum og hefði átt að komast yfir eftir stundarfjórðung. Þá átti Robin van Persie skalla eftir hornspyrnu sem stefndi í markið. Því miður fyrir hann og aðra hliðholla Lundúnarliðinu stóð Thomas Vermaelen á línunni og hrökk boltinn af höfði hans og yfir markið. Skömmu síðar yfirgaf Fílabeinstrendingurinn Yaya Youre leikvöllinn vegna meiðsla. City má illa við að vera án hans í þeirri baráttu sem eftir er en Youre er algjör lykilmaður City-liðsins. Færin voru af skornum skammti í fyrri hálfleik og aðallega Mario Balotelli sem var í sviðsljósinu. Vísa átti Ítalanum af velli þegar hann setti sólann í hné Alexander Song, miðjumanns Arsenal. Martin Atkinson, dómari leiksins, missti af atvikinu og Balotelli slapp með skrekkinn. Robin van Persie komst í gott færi eftir 15 mínútna leik í síðari hálfleik en skalli hans af stuttu færi small í stönginni. Áfram hélt sókn Arsenal og þurfti Joe Hart að taka á honum stóra sínum þegar Theo Walcott skaut af stuttu færi. Frákastið féll fyrir Vermaelen sem rann til á vellinum og í kjölfarið hitti Benayoun ekki boltann. Ótrúlegt að heimamenn næðu ekki forystuni. Roberto Mancini skipti Carlos Tevez inn á fyrir Sergio Aguero en það kom ekki í hlut Argentínumannsins heldur Mikel Arteta að gera gæfumuninn á Emirates. Miðjumaðurinn snjalli vann boltann á miðjunni, lék í átt að teignum og bylmingsskot hans hafnaði neðst í markhorninu. Pirringur Roberto Mancini á hliðarlínunni leyndi sér ekki frekar en hjá Joe Hart markverði City. Aaron Ramsey skaut framhjá úr dauðafæri í viðbótartíma en það kom ekki að sök. Arsenal fagnaði sigri en möguleikar City á titlinum eru litlir sem engir eftir tapið. Grannarnir í United komnir með átta stiga forskot á toppnum þegar sex leikir eru eftir.Staðan í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Sjá meira