Enski boltinn

Wenger: Markið kom seint en við áttum sigurinn skilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsenal afhenti Manchester United nánast enska meistaratitilinn á silfurfati með því að vinna Manchester City 1-0 í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal náði fyrir vikið tveggja stiga forskoti á Tottenham í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar.

„Við erum búnir að vera stöðugir undanfarna tvo mánuði og þessi frammistaða er lýsandi hvernig við höfum spilað síðustu tíu leiki: Gæði, liðsandi og ákveðni," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir 1-0 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Þegar upp var staðið þá vorum við betra liðið á vellinum. Markið kom seint en við áttum sigurinn skilinn. Þetta verður samt alltaf erfitt ef þú nærð ekki að skora snemma á móti liði eins og City," sagði Wenger.

„Í hvert skipti sem við lendum í vandræðum þá er það einhver sem kemur sterkur inn. Sjálfstraustið í liðinu er mikið en við erum ekki enn búnir að klára okkar verkefni," sagði Wenger.

„City á enn möguleika á meistaratitlinum en þetta verður mjög erfitt. Þegar þú ert átta stigum á eftir þegar aðeins sex leikir eru eftir þá verður þú að vinna rest," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×