Enski boltinn

Norwich með frábæran útisigur á Tottenham

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Spútniklið Norwich vann frábæran útsigur, 1-2, á sterku liði Tottenham í dag. Leikurinn var virkilega opinn og skemmtilegur og hefði á endanum getað dottið hvoru megin.

Norwich byrjuðu leikinn betur og komust yfir strax á þrettándu mínútu, með marki frá Anthony Pilkington.

Leikmenn Tottenham svöruðu fljótt fyrir sig með jöfnunarmarki á 33. mínútu. Þar var að verki Jermain Defoe, en hann lyfti boltanum snyrtilega yfir John Ruddy, markvörð Norwich.

Bæði lið fengu tækifæri til þess að ná forystunni í seinni hálfleiknum og var það Norwich sem tókst það á 66.mínútu. Elliot Bennett, átti þá þrumuskot fyrir utan vítateig sem endaði í markhorninu fjær, stórglæsilegt mark. Tottenham tókst ekki að jafna leikinn og lokatölur því 1-2.

Tapið gæti reynst dýrkeypt fyrir Tottenham, en þeir eru í harðri baráttu um meistaradeildarsæti að ári. Liðið situr í fjórða sæti deildarinnar - jafnir á stigum við Newcastle, sem er í fimmta sætinu, með 59 stig. Rétt fyrir aftan liðin tvö er svo Chelsea, með 56 stig og geta þeir jafnað liðin að stigum með sigri á Fulham í kvöld.

Nýliðar Norwich komust upp í níunda sæti deildarinnar með 43 stig, eftir sigurinn í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×