Innlent

Minnsta kosti 15 látnir eftir árásir á háskóla

Að minnsta kosti fimmtán eru látnir og fjölmargir slasaðir eftir skotárás sem gerð var í háskóla í nígerísku borginni Kanó í morgun.

Árásarmennirnir voru nokkrir en þeir sprengdu einnig sprengju í nágrenni við skólann. Talið er að árásin beinist að kristnum stúdentum en enginn hefur lýst yfir ábyrgð enn sem komið er.

Þó er talið líklegt að herskáir íslamistar sem tilheyra hópnum, Boko Haram, hafi verið að verki, en þeir stóðu á bak við sprengjutilræði í borginni í janúar síðastliðnum en þá létust 150 manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×