Fótbolti

Ísland hrynur niður FIFA-listann

Lars á ærið verkefni fyrir höndum við að rífa Ísland upp listann.
Lars á ærið verkefni fyrir höndum við að rífa Ísland upp listann. mynd/vilhelm
Íslenska landsliðið í knattspyrnu hrapaði niður nýjan styrkleikalista FIFA og er nú í 121. sæti listans. Ísland féll um heil 18 sæti á nýja listanum. Á Evrópulistanum fellur Ísland um tvö sæti og er 45. sæti í Evrópu.

Spánverjar halda toppsæti listans og Holland og Þýskaland koma þar beint á eftir.

Ísland er búið að leika tvo landsleiki undir stjórn nýja þjálfarans, Lars Lagerbäck, og hefur tapað þeim báðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×