Enski boltinn

Sunderland og Tottenham gerðu markalaust jafntefli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nordic Photos / Getty
Sunderland og Tottenham gerðu markalaust jafntefli á Leikvangi Ljóssins, heimavelli Sunderland, í dag.

Leikurinn var heldur bragðdaufur og náði sér aldrei á flug. Tottenham var ívið sterkari aðilinn í leiknum en Sunderland gafst aldrei upp og fengu einnig sín færi.

Eftir leikinn er Tottenham komið í þriðja sæti deildarinnar með 59 stig og fer einu stigi uppfyrir Arsenal. Sunderland er í áttunda sætinu með 42 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×