Enski boltinn

Ferdinand bræður eigast við á morgun | Þola ekki að tapa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þeir bræður í leik árið 2008.
Þeir bræður í leik árið 2008. Mynd. Getty Images
Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United, hefur varað bróðir sinn Anton Ferdinand, leikmann QPR, við að hann fái ekki klapp á bakið þegar þeir bræður mætast í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Manchester United tekur á móti QPR á Old Trafford á morgun og getur með sigri náð 8 stiga forystu á toppi deildarinnar, tímabundið í það minnsta.

„Það er alltaf sérstakt að spila við bróðir sinn og sérstaklega að vinna hann," sagði Rio Ferdinand.

„Ef við töpum leiknum á morgun mun ég fara í felur og tala ekki við neinn fjölskyldumeðlið í nokkra daga, þannig er það bara."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×