Það er bikarúrslitahelgi í handboltanum og stórleikur í Meistaradeildinni um helgina og því verður mikið fjallað um handbolta í Boltanum á X-inu 977 í dag. Þátturinn er á milli 11 og 12.
Þjálfarar karlaliðanna sem mætast í úrslitum - Aron Kristjánsson og Einar Jónsson - kíkja í heimsókn.
Svo verður slegið á þráðinn til Arnórs Atlasonar, fyrirliða danska liðsins AG, en AG mætir Kiel í stórleik helgarinnar í Meistaradeildinni í handbolta.
Þess utan verður fylgst ítarlega með gangi mála í landsleik Japans og Íslands sem hófst klukkan 10.20.
Það eru íþróttafréttamennirnir Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson sem stýra þætti dagsins.
Handboltinn í fyrirrúmi í Boltanum á X-inu 977

Mest lesið





Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum
Íslenski boltinn

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn


