Fótbolti

Maradona krefst þess að fá meiri pening til leikmannakaupa

Diego Maradona er ekki sáttur við mannskapinn sem hann hefur hjá Al Wasl og er duglegur að djöflast í eigendum félagsins um fá meiri pening til leikmannakaupa.

Argentínumaðurinn hótaði að fara frá félaginu í síðustu viku ef hann fengi ekki pening til leikmannakaupa. Hann neitaði síðan að biðjast afsökunar á frekjunni er eftir því var leitað.

"Ég vil vera með lið sem getur barist um titilinn. Það er minn réttur og ég stend á minni skoðun," sagði Maradona ákveðinn.

"Við vitum hvaða áskoranir bíða liðsins og erum að reyna að finna lausnir."

Þó svo Maradona sé að rífa kjaft segir hann að samband sitt við stjórn félagsins sé gott. Hann sé þess utan reyndur og hafi upplifað allt í boltanum. Það sé því fátt sem komi honum úr jafnvægi.

Al Wasl er sem stendur í fimmta sæti UAE Pro League.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×