Fótbolti

Sigurður Ragnar sá Belgana tapa stigum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Julie Nelson.
Julie Nelson. Mynd/Anton
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, var meðal áhorfenda þegar Belgía og Norður-Írland gerðu 2-2 jafntefli í Dessel í Belgíu í undankeppni EM í kvöld. Þessi lið eru með Íslandi í riðli og eru Belgar næstu mótherjar íslensku stelpnanna.

Belgíska liðið átti möguleika á því að komast upp að hlið íslenska liðsins á toppi riðilsins með sigri en eftir þessi úrslit er íslenska liðið með tveggja stiga forskot á Belgíu auk þess að eiga leik inni. Norður-Írar eru síðan í þriðja sæti með 8 stig eða fimm stigum færri en íslenska liðið.

Aline Zeler og Tessa Wullaert komu Belgum tvisvar yfir í leiknum en Catherine O'Hagan jafnaði í fyrra skiptið og það var síðan Julie Nelson, leikmaður ÍBV á Íslandi, sem tryggði Norður-Írum stig þegar hún jafnaði leikinn sjö mínútum fyrir leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×