Fótbolti

Fílabeinsströndin með fullt hús | Súdan komst áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wilfried Bony og félagar fagna í kvöld.
Wilfried Bony og félagar fagna í kvöld. Mynd/AP
Lið Fílabeinsstrandarinnar og Súdan eru komin áfram í fjórðungsúrslit Afríkukeppninnar í knattspyrnu en keppni í B-riðli lauk í kvöld.

Fílabeinsströndin vann 2-0 sigur á Angóla og tryggði sér þar með efsta sæti riðilsins en „Fílarnir" unnu alla leiki sína í riðlinum. Emmanuel Eboue og Wilfried Bony skoruðu mörk liðsins í kvöld.

Angóla átti möguleika á að komast upp úr riðlinum en hefði til þess þurft að vinna leikinn í kvöld. Liðið endaði með fjögur stig, rétt eins og Súdan sem hafði betur gegn Búrkína Fasó á sama tíma, 2-1.

Súdan var hins vegar með örlítið betri markatölu og komst því áfram. Súdan mætir öðru liði sem hefur komið á óvart, Sambíu, í fjórðungúrslitum á laugardaginn en Fílabeinsströndin mætir liði annarra gestgjafanna, Miðbaugsgíneu.

Riðlakeppninni Afríkukeppninnar lýkur á miðvikudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×