Enski boltinn

Öll bikarmörk helgarinnar á Youtube

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Liverpool fagna sigrinum um helgina.
Leikmenn Liverpool fagna sigrinum um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur birt samantektir úr öllum leikjum helgarinnar í ensku bikarkeppninni á Youtube-síðu keppninnar.

Liverpool vann Manchester United í stórleik helgarinnar, 2-1, en lesa má um hann sem og aðra leiki í bikarnum hér fyrir neðan.

Með því að smella hér má svo sjá yfirlit yfir alla leiki helgarinnar og hlekki inn á samantektir einstakra leikja.


Tengdar fréttir

Ótrúlegur sigur Arsenal

Arsenal sló Aston Villa út úr ensku bikarkeppninni með 3-2 sigri á heimavelli sínum í dag. Aston Villa komst í 2-0 en Arsenal sýndi mikinn karakter, skoraði þrjú mörk á sjö mínútum og tryggði sér sigur.

Brighton sló út Newcastle

B-deildarlið Brighton Hove & Albion gerði sér lítið fyrir og sló úrvalsdeildarlið Newcastle út í enska bikarnum í knattspyrnu í dag. Eina mark leiksins var sjálfsmark Mike Williamson, varnarmanns Newcastle.

Mata með eina markið í sigri Chelsea á QPR

Chelsea er komið í 5. umferð enska bikarsins í knattspyrnu eftir 1-0 útisigur á QPR á Loftus Road í Lundúnum. Juan Mata skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik úr vítaspyrnu.

Bolton, Norwich og Stoke komin áfram í bikarnum

Ensku úrvalsdeildarliðin Bolton, Norwich og Stoke eru komin áfram í 5. umferð enska bikarsins í knattspyrnu eftir sigra á andstæðingum sínum í dag. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea eru hins vegar úr leik.

Van der Vaart skaut Tottenham áfram í enska bikarnum

Tottenham varð í kvöld fyrsta liðið til þess að komast í sextán liða úrslit enska bikarsins eftir 1-0 útisigur á b-deildarliðnu Watford á Vicarage Road. Hollendingurinn Rafael van der Vaart skoraði sigurmarkið undir lok fyrri hálfleiks.

Kuyt tryggði Liverpool sigur á United

Varamaðurinn Dirk Kuyt var hetja Liverpool á Anfield í dag þegar liðið lagði Manchester United 2-1 í 4. umferð enska bikarsins. Hollendingurinn skoraði sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok.

Landon Donovan lagði upp bæði mörkin í bikarsigri Everton

Bandaríkjamaðurinn Landon Donovan lagði upp bæði mörk Everton í 2-1 sigri á Fulham í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar en leikið var á Goodison Park í kvöld. Everton er því komið í sextán liða úrslitin en fyrr í kvöld tryggði Tottenham-liðið sér sæti í fimmtu umferðinni eftir 1-0 útisigur á Watford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×