Fótbolti

Bayern München steinlá á móti Gladbach í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marco Reus og Mike Hanke fagna saman í kvöld.
Marco Reus og Mike Hanke fagna saman í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Borussia Moenchengladbach galopnaði toppbaráttuna í Þýskalandi í kvöld með því að vinna 3-1 sigur á Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni en þetta var fyrsti leikurinn eftir vetrarfríið.

Marco Reus skoraði eitt marka Gladbach og lagði upp annað en markið hans kom strax á 11. mínútu eftir misheppnað útspark frá þýska landsliðsmarkverðinum Manuel Neuer.

Patrick Herrmann kom Gladbach í 2-0 á 41. mínútu og bætti síðan við sínu öðru marki í leiknum á 71. mínútu eftir sendingu frá Marco Reus. Bastian Schweinsteiger minnkaði muninn fyrir Bayern á 76. mínútu.

Bayern München er enn á toppnum með einu stigi meira en Borussia Moenchengladbach en bæði Schalke og Dortmund geta náð Bayern að stigum með sigrum í sínum leikjum um helgina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.