Drogba kom sínum mönnum til bjargar - Manucho með glæsimark Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2012 11:00 Didier Drogba skoraði eina mark Fílabeinsstrandarinnar sem marði 1-0 sigur á Súdan í B-riðli Afríkukeppninnar í gær. Í hinum leik riðilsins skoraði Manucho sigurmark Angóla í 2-1 sigri á Búrkína Fasó. Fílabeinsströndin er líkt og oft áður talin líkleg til afreka í Afríkukeppninni sem fram fer í Gabon og Miðbaugs-Gíneu næstu þrjár vikurnar. Þrátt fyrir að 102 sæti skilji Fílabeinsströndina og Súdan að á styrkleikalista FIFA var aðeins eitt mark sem skildi liðin að þegar upp var staðið. Salomon Kalou, leikmaður Chelsea, sendi fyrir á kollega sinn hjá Lundúnarliðinu og Drogba var ekki í vandræðum með að skalla knöttinn í netið. Drogba hefur nú skorað í fjórum Afríkukeppnum í röð en keppnin fer fram á tveggja ára fresti. Mark Drogba má sjá hér. Til marks um sterkt lið Fílabeinsstrandarinnar fagnaði Drogba markinu ákaft með Yaya Toure, leikmanni Manchester City. Gervinho, leikmaður Arsenal, hefði svo getað gulltryggt sigur sinna manna þegar hann komst í gott færi. Markvörður Súdan sá við honum. Þrátt fyrir að lið Fílabeinsstrandarinnar sé stjörnum prýtt var ekki uppselt á 16 þúsund manna leikvanginn í Malabo í gær. Talið er að hátt miðaverð hafi þar mikið að segja. Rúmar 1.200 krónur kostar á völlinn í riðlakeppninni.Manucho á skotskónum Í hinum leik gærdagsins sigraði Angóla lið Búrkína Fasó með tveimur mörkum gegn einu. Manucho, fyrrum liðsmaður Manchester United sem nú spilar í Tyrklandi á láni frá Real Valladolid á Spáni, skoraði sigurmark Angóla með hörkuskoti af löngu færi. Afríkukeppnin hófst á laugardag með tveimur leikjum í A-riðli. Heimamenn í Miðbaugs-Gíneu unnu óvæntan 1-0 sigur á Líbíu. Þá vann Zambía einnig óvænta 2-1 sigur á Senegal sem þótti líklegt til afreka fyrir keppnina. Í dag fara fram tveir leikir í C-riðli. Reiknað er með fullu húsi þegar heimamenn í Gabon taka á móti Níger á nýlegum 45 þúsund manna leikvangi í Libreville. Þá mætast Marokkó og Túnis. Fótbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Didier Drogba skoraði eina mark Fílabeinsstrandarinnar sem marði 1-0 sigur á Súdan í B-riðli Afríkukeppninnar í gær. Í hinum leik riðilsins skoraði Manucho sigurmark Angóla í 2-1 sigri á Búrkína Fasó. Fílabeinsströndin er líkt og oft áður talin líkleg til afreka í Afríkukeppninni sem fram fer í Gabon og Miðbaugs-Gíneu næstu þrjár vikurnar. Þrátt fyrir að 102 sæti skilji Fílabeinsströndina og Súdan að á styrkleikalista FIFA var aðeins eitt mark sem skildi liðin að þegar upp var staðið. Salomon Kalou, leikmaður Chelsea, sendi fyrir á kollega sinn hjá Lundúnarliðinu og Drogba var ekki í vandræðum með að skalla knöttinn í netið. Drogba hefur nú skorað í fjórum Afríkukeppnum í röð en keppnin fer fram á tveggja ára fresti. Mark Drogba má sjá hér. Til marks um sterkt lið Fílabeinsstrandarinnar fagnaði Drogba markinu ákaft með Yaya Toure, leikmanni Manchester City. Gervinho, leikmaður Arsenal, hefði svo getað gulltryggt sigur sinna manna þegar hann komst í gott færi. Markvörður Súdan sá við honum. Þrátt fyrir að lið Fílabeinsstrandarinnar sé stjörnum prýtt var ekki uppselt á 16 þúsund manna leikvanginn í Malabo í gær. Talið er að hátt miðaverð hafi þar mikið að segja. Rúmar 1.200 krónur kostar á völlinn í riðlakeppninni.Manucho á skotskónum Í hinum leik gærdagsins sigraði Angóla lið Búrkína Fasó með tveimur mörkum gegn einu. Manucho, fyrrum liðsmaður Manchester United sem nú spilar í Tyrklandi á láni frá Real Valladolid á Spáni, skoraði sigurmark Angóla með hörkuskoti af löngu færi. Afríkukeppnin hófst á laugardag með tveimur leikjum í A-riðli. Heimamenn í Miðbaugs-Gíneu unnu óvæntan 1-0 sigur á Líbíu. Þá vann Zambía einnig óvænta 2-1 sigur á Senegal sem þótti líklegt til afreka fyrir keppnina. Í dag fara fram tveir leikir í C-riðli. Reiknað er með fullu húsi þegar heimamenn í Gabon taka á móti Níger á nýlegum 45 þúsund manna leikvangi í Libreville. Þá mætast Marokkó og Túnis.
Fótbolti Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira