Fótbolti

Leikaraskapur af verstu gerð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Það átti sér stað hreint ótrúlegt atvik í leik Senegal og Miðbaugsgíneu í Afríkukeppninni nú á dögunum. Leikmaður að nafni Narcisse Ekanga Amia gerði sig þá sekan um leikaraskap af verstu gerð.

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir ofan. Amia lét sig falla í þeim tilgangi að fá aukaspyrnu og mögulega áminningu á andstæðinginn. Hann féll í grasið, leit í kringum sig og þegar hann áttaði sig á því að ekkert hafði verið dæmt öskraði hann og lét eins og að hann væri stórslasaður.

Amia og félagar unnu óvæntan 2-1 sigur á heimavelli en mótið fer fram þar í Miðbaugsgíneu og Gabon. Senegal hafði tapað fyrir Sambíu í fyrstu umferð riðlakeppninnar og er því úr leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×