Innlent

Heimaey að komast í gegnum Panamaskurðinn

Nýja fjölveiðiskipið Heimaey, sem smíðað var í Chile, var undir morgun um það bil að komast í gegn um Panamaskurðinn og yfir á Atlantshafið.

Einhverjar tafir urðu á að skipið fengi að sigla inn í skurðinn Kyrrahafsmegin, en Fréttastofu er ekki kunnugt um hvað olli þeim.

Skipið er væntanlegt til heimahafnar i Vestmannaeyjum eftir um það bil hálfan mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×