Lífið

Stjórn Menningarnætur vill hita upp fyrir Russell Crowe

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jakob Frímann Magnússon væri alveg til í að hita upp fyrir Russell Crowe.
Jakob Frímann Magnússon væri alveg til í að hita upp fyrir Russell Crowe.
Stjórn Menningarnætur hefur rætt það, meira í gríni en alvöru, að hita upp fyrir Russell Crowe komi til þess að hann haldi tónleika á Menningarnótt sem haldin er á morgun. Þetta segir Jakob Frímann Magnússon í samtali við Vísi. Russell Crowe greindi frá því á Twitter að hann og stórvinur hans, kanadíski leikarinn og tónlistarmaðurinn Alan Doyle, vildu gjarnan halda tónleika um helgina.

„Við vorum nú að gantast með það í stjórn menningarnætur að þá væri innbyggð í stjórnina meðlimir í Ghost Digital, Stuðmenn, Ham og Nefrennsli. Þessir aðilar eru alltaf boðnir og búnir og ef það vantar backing hljómsveit fyrir Krákuna þá myndi maður bara kalla í stjórnina," sagði Jakob Frímann glaður í bragði.

Í stjórn Menningarnætur eru meðal annars Einar Örn Benediktsson í Ghost Digital, Jakob Frímann Magnússon í Stuðmönnum, Óttar Proppe í Ham og Jón Gnarr borgarstjóri sem var bassaleikari í hljómsveitinni Nefrennsli.

Russell Crowe hefur hvorki haft samband við Höfuðborgarstofu né stjórn Menningarnætur til að fá svið fyrir tónleika á morgun en á báðum stöðum eru menn reiðubúnir til að greiða leið hans ef beiðni kemur.

Russell Crowe sagði á Twitter eftir klukkan tvö í dag að hann hefði fengið „flóðbylgju“ af viðbrögðum eftir að hann lýsti yfir áhuga á að halda tónleikana. Hann ætlar að láta vita í kvöld hvar hann heldur þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.