Komdu þér í form eftir sumarfríið 10. ágúst 2012 17:00 Mynd/VALLI Sumarið er yndislegur tími en því fylgir grill, sósur, vín og gos, svo ekki sé minnst á eftirréttina. Við erum fljót að telja okkur trú um að við eigum skilið að dekra við okkur en nú fer daginn að stytta og ráð að koma sér aftur í heilbrigða góða rútínu eftir sumarfríið. Freyja Sigurðardóttir, margfaldur Íslandsmeistari í fitness, veit hvernig hægt er að komast í form eftir sumarfríið. 1. Farðu út að labba, skokka eða synda. Á meðan veðrið er svona gott þá er um að gera að nýta það. Það er mjög góð æfing að fara út í hreint loft að taka góða æfingu til að koma sér af stað. 30-50 mínútna ganga, skokk eða sund er frábær hreyfing. 2. Ekki byrja of geyst því ef þú ferð of geyst af stað aukast líkurnar á að þú gefist upp vegna eymsla og þreytu eða jafnvel álagsmeiðsla. Best er að auka álag smám saman, þannig finnur þú stöðugt aukna vellíðan og hefur ánægju af æfingunum. 3. Þetta verður að vera gaman. Þú ert mun líklegri til að halda þig við æfingarnar ef þú hefur gaman af þeim. Ef þér leiðist þjálfunin prófaðu þá eitthvað nýtt. Hafðu líka í huga að hugarfarið skiptir máli. Oft fer manni fljótt að finnast gaman að æfingunum þegar maður finnur fyrir auknum styrk, þoli og vellíðan sem þessu fylgir. 4. Fjölbreytni er mikilvæg. Komdu í veg fyrir að þú fáir leið á æfingakerfinu þínu með fjölbreyttum æfingum. Það eru ótal margar leiðir til að hreyfa sig og þjálfa líkamann. Það er þess virði að prófa sig áfram og finna það sem hentar þér. 5. Mataræðið. Eigum við að ræða það eitthvað? HÆTTU AÐ SVINDLA. Ef þú neytir fleiri hitaeininga á dag en líkaminn brennir þá að sjálfsögðu fitnar þú. Þetta er ekki flókið dæmi. Ef þú vilt léttast hratt og örugglega – haltu þig þá við þann hitaeiningafjölda sem áætlaður er fyrir hvern dag. Gerðu þér grein fyrir því að ef þú borðar eina súkkulaðikexköku á dag til viðbótar við það sem þú borðar venjulega þá eru líkur á því að þú bætir á þig fimm kílóum á einu ári. 6. Hreyfðu þig. Ef þú vilt léttast hratt – byrjaðu í líkamsrækt. Allar tegundir af líkamsþjálfun sem fá þig til að hækka hjartsláttinn þinn, BRENNA FITU. Hreyfðu þig af krafti í 20-30 mínútur á góðum hraða þannig að þú verðir móð/ur og heit/ur og þú munt brenna hitaeiningum af krafti. Regluleg styrktarþjálfun eykur grunnbrennslu líkamans sem þýðir að þú brennir fleiri hitaeiningum allan sólarhringinn. Líkamleg þjálfun gefur þér aukinn styrk, betri líðan, eykur brennsluna og þar með fjúka kílóin fyrr. 7. Ekki stoppa í sjoppunni. Tímaskortur getur orðið til þess að við neytum tilbúinna rétta í auknum mæli. En með því að elda sjálf/ur hefur þú meiri möguleika á að gera máltíðina hollari og betri. Það þarf ekki að taka svo langan tíma – hægt er að finna fjölmargar góðar uppskriftir að réttum sem er einfalt og fljótlegt að matreiða. Svo er um að gera að virkja börnin, fá þau með í eldamennskuna og fræða þau um mikilvægi þess að elda holla fæðu. 8. 5-6 litlar máltíðir á dag. Þú hefur heyrt þetta áður er það ekki? Þetta skiptir öllu máli. Það að undirbúa hvern dag fyrir sig er ekki svo mikið vesen. 5-6 litlar máltíðir á dag viðhalda brennslu líkamans og þú hættir þessu kvöldsnarli. Morgunmatur er mikilvægasta máltíð dagsins. Borðaðu ávexti og grænmeti milli mála. Borðaðu ágætis hádegismat og próteinríkan kvöldmat. 9. Drekktu VATN og neyttu áfengis í hófi. Hóflegt magn af áfengi er ekki skaðlegt en mikil neysla þess hefur án efa slæm áhrif á heilsuna. Áfengi veikir ekki aðeins mótstöðuaflið heldur eykur einnig matarlyst. Neyttu því áfengis í hófi ef þú vilt léttast hratt. Vatnsdrykkja, aftur á móti, er góð fyrir heilsuna. Drekktu því meira vatn – það verður aldrei of oft sagt. Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fleiri fréttir Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Sjá meira
Sumarið er yndislegur tími en því fylgir grill, sósur, vín og gos, svo ekki sé minnst á eftirréttina. Við erum fljót að telja okkur trú um að við eigum skilið að dekra við okkur en nú fer daginn að stytta og ráð að koma sér aftur í heilbrigða góða rútínu eftir sumarfríið. Freyja Sigurðardóttir, margfaldur Íslandsmeistari í fitness, veit hvernig hægt er að komast í form eftir sumarfríið. 1. Farðu út að labba, skokka eða synda. Á meðan veðrið er svona gott þá er um að gera að nýta það. Það er mjög góð æfing að fara út í hreint loft að taka góða æfingu til að koma sér af stað. 30-50 mínútna ganga, skokk eða sund er frábær hreyfing. 2. Ekki byrja of geyst því ef þú ferð of geyst af stað aukast líkurnar á að þú gefist upp vegna eymsla og þreytu eða jafnvel álagsmeiðsla. Best er að auka álag smám saman, þannig finnur þú stöðugt aukna vellíðan og hefur ánægju af æfingunum. 3. Þetta verður að vera gaman. Þú ert mun líklegri til að halda þig við æfingarnar ef þú hefur gaman af þeim. Ef þér leiðist þjálfunin prófaðu þá eitthvað nýtt. Hafðu líka í huga að hugarfarið skiptir máli. Oft fer manni fljótt að finnast gaman að æfingunum þegar maður finnur fyrir auknum styrk, þoli og vellíðan sem þessu fylgir. 4. Fjölbreytni er mikilvæg. Komdu í veg fyrir að þú fáir leið á æfingakerfinu þínu með fjölbreyttum æfingum. Það eru ótal margar leiðir til að hreyfa sig og þjálfa líkamann. Það er þess virði að prófa sig áfram og finna það sem hentar þér. 5. Mataræðið. Eigum við að ræða það eitthvað? HÆTTU AÐ SVINDLA. Ef þú neytir fleiri hitaeininga á dag en líkaminn brennir þá að sjálfsögðu fitnar þú. Þetta er ekki flókið dæmi. Ef þú vilt léttast hratt og örugglega – haltu þig þá við þann hitaeiningafjölda sem áætlaður er fyrir hvern dag. Gerðu þér grein fyrir því að ef þú borðar eina súkkulaðikexköku á dag til viðbótar við það sem þú borðar venjulega þá eru líkur á því að þú bætir á þig fimm kílóum á einu ári. 6. Hreyfðu þig. Ef þú vilt léttast hratt – byrjaðu í líkamsrækt. Allar tegundir af líkamsþjálfun sem fá þig til að hækka hjartsláttinn þinn, BRENNA FITU. Hreyfðu þig af krafti í 20-30 mínútur á góðum hraða þannig að þú verðir móð/ur og heit/ur og þú munt brenna hitaeiningum af krafti. Regluleg styrktarþjálfun eykur grunnbrennslu líkamans sem þýðir að þú brennir fleiri hitaeiningum allan sólarhringinn. Líkamleg þjálfun gefur þér aukinn styrk, betri líðan, eykur brennsluna og þar með fjúka kílóin fyrr. 7. Ekki stoppa í sjoppunni. Tímaskortur getur orðið til þess að við neytum tilbúinna rétta í auknum mæli. En með því að elda sjálf/ur hefur þú meiri möguleika á að gera máltíðina hollari og betri. Það þarf ekki að taka svo langan tíma – hægt er að finna fjölmargar góðar uppskriftir að réttum sem er einfalt og fljótlegt að matreiða. Svo er um að gera að virkja börnin, fá þau með í eldamennskuna og fræða þau um mikilvægi þess að elda holla fæðu. 8. 5-6 litlar máltíðir á dag. Þú hefur heyrt þetta áður er það ekki? Þetta skiptir öllu máli. Það að undirbúa hvern dag fyrir sig er ekki svo mikið vesen. 5-6 litlar máltíðir á dag viðhalda brennslu líkamans og þú hættir þessu kvöldsnarli. Morgunmatur er mikilvægasta máltíð dagsins. Borðaðu ávexti og grænmeti milli mála. Borðaðu ágætis hádegismat og próteinríkan kvöldmat. 9. Drekktu VATN og neyttu áfengis í hófi. Hóflegt magn af áfengi er ekki skaðlegt en mikil neysla þess hefur án efa slæm áhrif á heilsuna. Áfengi veikir ekki aðeins mótstöðuaflið heldur eykur einnig matarlyst. Neyttu því áfengis í hófi ef þú vilt léttast hratt. Vatnsdrykkja, aftur á móti, er góð fyrir heilsuna. Drekktu því meira vatn – það verður aldrei of oft sagt.
Mest lesið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Lífið Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Fleiri fréttir Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Sjá meira