Fótbolti

AZ gefur ekkert eftir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhann Berg í leik með AZ Alkmaar.
Jóhann Berg í leik með AZ Alkmaar. Nordic Photos / AFP
Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður þegar að lið hans, AZ, vann 2-0 sigur á Excelsior í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld.

AZ er á toppi deildairnnar með þriggja stiga forystu á PSV Eindhoven sem á leik til góða. Maartan Martens skoraði bæði mörk AZ í dag og komu mörkin með stuttu millibili - á 58. og 60. mínútu.

Jóhann Berg kom inn á sem varamaður á 67. mínútu en hann spilaði síðast deildarleik í byrjunarliði þann 23. október síðastliðinn. Hann kemur þó við sögu í nánast öllum leikjum sem varamaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×