Fótbolti

Malí náði í bronsið í Afríkukeppninni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Malí fagna í dag.
Leikmenn Malí fagna í dag. Nordic Photos / AFP
Cheick Diabate skoraði tvívegis í 2-0 sigri Malí á Gana í bronsleik Afríkukeppninnar í knattspyrnu.

Gana missti mann af velli með rautt spjald snemma í síðari hálfleik. Isaac Vorsah var sökudólgurinn. Bæði lið stilltu upp nokkuð breyttu liði frá undanúrslitunum.

Þetta er besti árangur Malí í Afríkukeppninni í 40 ár en þá tapaði liðið úrslitaleik keppninnar.

Fílabeinsströndin og Sambía eigast við í úrslitaleiknum á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×