Enski boltinn

Eiður Smári orðaður við Swansea og Fulham í ensku blöðunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohsen á æfingu.
Eiður Smári Guðjohsen á æfingu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Eiður Smári Guðjohsen var áberandi í sunnudagsútgáfum ensku slúðurblaðanna í morgun. The Mail on Sunday segir að Eiður Smári sé á leiðinni til enska b-deildarliðsins Swansea City en The News of the World heldur því fram að Fulham ætli að bjóða tvær milljónir punda í íslenska landsliðsmanninn.

West Ham hefur einnig verið nefnt sem hugsanlegur áfangastaður en West Ham reyndi að fá Eið Smára á sínum tíma þegar hann valdi það að fara á láni til Tottenham. Reading er einnig upp á borðinu í einhverjum slúðursögunum og það hafa greinilega nokkur félög áhuga á að fá reynslubolta eins og Eið Smára í sitt lið.

The Mail on Sunday segir Eið Smára vera að fara til Swansea City og bendir á það að stjóri liðsins sé Brendan Rodgers sem þekkir Eið Smára vel frá því að hann var í þjálfarateyminu hjá Chelsea. Swansea City er í toppbaráttunni í ensku b-deildinni og gæti verið á leiðinni upp í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×