Vill ekki predika yfir fólki 24. febrúar 2011 22:00 pj harvey Áttunda hljóðversplata PJ Harvey, Let England Shake, er nýkomin út. Platan fær mjög góða dóma.nordicphotos/getty f Áttunda plata ensku söngkonunnar PJ Harvey, Let England Shake, er nýkomin út. Í textunum leitar hún í fyrsta sinn út á við í stað þess að kafa ofan í eigið tilfinningalíf. Let England Shake var tekin upp í enskri kirkju síðasta vor með aðstoð Johns Parish, Micks Harvey og upptökustjórans Flood sem hafa allir unnið áður með söngkonunni. Á plötunni ákvað PJ Harvey að leita út á við í textagerð sinni og fjalla um málefni líðandi stundar. Hún gerir sér samt grein fyrir því að hún er fyrst og fremst tónlistarmaður og reynir að syngja eins og einhver sem fylgist með stjórnmálum utan frá. „Mér finnst það betra vegna þess að þegar stjórnmálum er blandað saman við tónlist finnst mér oft eins og verið sé að predika yfir mér og ég hef engan áhuga á að taka þátt í slíku,“ sagði hún í viðtali við BBC. Polly Jean Harvey fæddist 9. október 1969. Hún varð fljótt heltekin af alls konar tónlist. Foreldrar hennar voru miklir aðdáendur bandarískrar blústónlistar og tónlistarmannsins sáluga Captain Beefheart og á yngri árum hlustaði hún á nýrómantísk bönd á borð við Soft Cell, Duran Duran og Spandau Ballet. Á unglingsárunum tóku síðan við bandarískar rokksveitir eins og Pixies, Television og Slint. Árið 1991 stofnaði hún tríó sem hét einfaldlega PJ Harvey og ári síðar kom út fyrsta platan, Dry, sem hlaut mjög góðar viðtökur. Grípandi rokkið þar sem kröftug rödd Harvey fékk að njóta sín féll vel í kramið. Tímaritið NME gaf henni 9 af 10 í einkunn og Rolling Stone kaus Harvey lagahöfund ársins og besta kvenkyns nýliðann. Ári síðar kom út platan Rid Of Me þar sem Steve Albini var upptökustjóri. Útkoman var hrá eins og við er að búast þegar Albini er annars vegar. Dómarnir voru góðir en platan þótti ekki eins aðgengileg og sú síðasta. Tilnefning til bresku Mercury-verðlaunanna sýndi þó að Harvey var að festa sig í sessi í tónlistarbransanum. Næsta plata, To Bring You My Love, var tekin upp af Flood sem hefur starfað með U2, Depeche Mode og Sigur Rós. Í þetta sinn var PJ Harvey-tríóið hætt og söngkonan ein á báti. Hljómurinn var undir bandarískum blúsáhrifum og með plötunni náði Harvey í fyrsta sinn almennum vinsældum. Dómar voru góðir víða um heim og sölutölur þær hæstu til þessa. Sömuleiðis var platan tilnefnd til tvennra Grammy-verðlauna og til Mercury-verðlaunanna í annað sinn. Sumir telja að næsta plata hennar, Stories From the City Stories, From the Sea, sé sú besta frá PJ Harvey til þessa. Þar söng hún um ást sína á New York-borg og seldist platan í einni milljón eintaka. Grammy-tilnefningarnar voru aftur tvær en í þetta sinn hlaut hún Mercury-verðlaunin í þriðju tilraun. Plöturnar Uh Huh Her og White Chalk fylgdu síðan í kjölfarið og núna er röðin komin að Let England Shake. Hún hefur fengið frábæra dóma, þar á meðal fimm stjörnur í tímaritinu Q, og þykir á meðal hennar bestu verka, sem eru sérlega góð meðmæli þegar PJ Harvey er annars vegar. freyr@frettabladid.isf Lífið Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira
f Áttunda plata ensku söngkonunnar PJ Harvey, Let England Shake, er nýkomin út. Í textunum leitar hún í fyrsta sinn út á við í stað þess að kafa ofan í eigið tilfinningalíf. Let England Shake var tekin upp í enskri kirkju síðasta vor með aðstoð Johns Parish, Micks Harvey og upptökustjórans Flood sem hafa allir unnið áður með söngkonunni. Á plötunni ákvað PJ Harvey að leita út á við í textagerð sinni og fjalla um málefni líðandi stundar. Hún gerir sér samt grein fyrir því að hún er fyrst og fremst tónlistarmaður og reynir að syngja eins og einhver sem fylgist með stjórnmálum utan frá. „Mér finnst það betra vegna þess að þegar stjórnmálum er blandað saman við tónlist finnst mér oft eins og verið sé að predika yfir mér og ég hef engan áhuga á að taka þátt í slíku,“ sagði hún í viðtali við BBC. Polly Jean Harvey fæddist 9. október 1969. Hún varð fljótt heltekin af alls konar tónlist. Foreldrar hennar voru miklir aðdáendur bandarískrar blústónlistar og tónlistarmannsins sáluga Captain Beefheart og á yngri árum hlustaði hún á nýrómantísk bönd á borð við Soft Cell, Duran Duran og Spandau Ballet. Á unglingsárunum tóku síðan við bandarískar rokksveitir eins og Pixies, Television og Slint. Árið 1991 stofnaði hún tríó sem hét einfaldlega PJ Harvey og ári síðar kom út fyrsta platan, Dry, sem hlaut mjög góðar viðtökur. Grípandi rokkið þar sem kröftug rödd Harvey fékk að njóta sín féll vel í kramið. Tímaritið NME gaf henni 9 af 10 í einkunn og Rolling Stone kaus Harvey lagahöfund ársins og besta kvenkyns nýliðann. Ári síðar kom út platan Rid Of Me þar sem Steve Albini var upptökustjóri. Útkoman var hrá eins og við er að búast þegar Albini er annars vegar. Dómarnir voru góðir en platan þótti ekki eins aðgengileg og sú síðasta. Tilnefning til bresku Mercury-verðlaunanna sýndi þó að Harvey var að festa sig í sessi í tónlistarbransanum. Næsta plata, To Bring You My Love, var tekin upp af Flood sem hefur starfað með U2, Depeche Mode og Sigur Rós. Í þetta sinn var PJ Harvey-tríóið hætt og söngkonan ein á báti. Hljómurinn var undir bandarískum blúsáhrifum og með plötunni náði Harvey í fyrsta sinn almennum vinsældum. Dómar voru góðir víða um heim og sölutölur þær hæstu til þessa. Sömuleiðis var platan tilnefnd til tvennra Grammy-verðlauna og til Mercury-verðlaunanna í annað sinn. Sumir telja að næsta plata hennar, Stories From the City Stories, From the Sea, sé sú besta frá PJ Harvey til þessa. Þar söng hún um ást sína á New York-borg og seldist platan í einni milljón eintaka. Grammy-tilnefningarnar voru aftur tvær en í þetta sinn hlaut hún Mercury-verðlaunin í þriðju tilraun. Plöturnar Uh Huh Her og White Chalk fylgdu síðan í kjölfarið og núna er röðin komin að Let England Shake. Hún hefur fengið frábæra dóma, þar á meðal fimm stjörnur í tímaritinu Q, og þykir á meðal hennar bestu verka, sem eru sérlega góð meðmæli þegar PJ Harvey er annars vegar. freyr@frettabladid.isf
Lífið Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Sjá meira