Enski boltinn

Tottenham vill framlengja við Gallas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
William Gallas.
William Gallas.
Forráðamenn Tottenham eru afar ánægðir með frammistöðu Frakkans William Gallas og vilja gera nýjan samning við leikmanninn.

Gallas gerði eins árs samning við varnarmanninn síðasta sumar og hann hefur algjörlega staðið undir þeim væntingum sem Spurs gerði til leikmannsins. Leikmaðurinn ferðaglaði er sjálfur ánægður í herbúðum Spurs.

Harry Redknapp, stjóri Spurs, staðfesti í dag að viðræður væru hafnar við Gallas um nýjan samning.

"Stjórnarformaðurinn er að vinna i málinu. William á skilið að fá nýjan samning, hann hefur staðið sig frábærlega. Þetta er ljúfur maður, hæglátur sem afgreiðir sín verkefni," sagði Redknapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×