Gerist ferðamaður í eigin landi á Airwaves-hátíðinni 10. október 2011 11:00 Jón Gunnar Geirdal tekur Airwaves-hátíðina lengra en flestir og hyggst skoða höfuðborgina í leiðinni. Fréttablaðið/Valli „Ég ætla að drekka í mig menningu, músik og Reykjavík,“ segir Jón Gunnar Geirdal, markaðssérfræðingur hjá N1. Iceland Airwaves-hátíðin hefst á fimmtudaginn og Jón Gunnar bíður spenntur. Hann er búinn að vera lengi að skipuleggja vikuna og hyggst taka hátíðina alla leið, er búinn að leigja hótelherbergi og hyggst flakka um höfuðborgina eins og erlendur ferðamaður yfir hátíðina. „Ég geri þetta af einskærum áhuga á tónlist. Það er svo gaman að sjá borgina lifna við,“ segir Jón Gunnar. „Þar sem ég á sumarfrí inni ákvað ég að taka mér helgarfrí í Reykjavík — tourist-style.“ Og hátíðin hefst strax á miðvikudaginn hjá Jóni. „Ég byrja í lunch á Kexi á miðvikudaginn. Ætla að sjá GusGus klukkan eitt, hún kickstartar hátíðinni. Svo er ég í fríi hálfan daginn á fimmtudaginn, allan föstudaginn og gisti á hóteli um helgina.“ Jón segist ætla að nýta tímann og ráfa um Reykjavík. „Maður skoðar aldrei þessa gullfalegu borg,“ segir hann. „Maður fer í bæinn á 17. júní, Gay Pride og menningarnótt. Svo þessar helgar sem maður kíkir út á lífið. En Reykjavík er alveg stórkostleg borg, það er ástæða fyrir því að allir þessir ferðamenn koma hingað. Ég gef mér það allavega.“ Ásamt því að fara á tónleika ætlar Jón Gunnar að skoða kennileiti, garða, styttur og söfn. „Maður hefur alveg kíkt á alla þessa staði, það er ekki það. En mig langar að taka helgi í þetta, eins og ég væri í útlöndum,“ segir Jón. „Svo eru æðislegir tónlistarmenn frá öllum heimshornum að spila í öllum skúmaskotum, hvort sem það eru bókabúðir, hótel eða tónleikastaðir.“ Jón býr í Kópavogi og dvelur á Hilton hótel Nordica á meðan hátíðin stendur yfir. „Maður er að fá sér bjór og rauðvín, sulla aðeins. Það fylgir þessu tónleikabrölti. Leigubíll væri 25, 30 þúsund kall fyrir helgina. Það borgar bara upp hótelið,“ segir hann. Airwaves-hátíðin hefur verið fastur liður hjá Jóni undanfarin ár, en það er einn viðburður sem hann missir aldrei af. „Maður tekur Lónið á laugardeginum, þar sem ég er Margeirs-grúppía,“ segir hann. „Það síðasta sem ég myndi sleppa á Airwaves væri að fara í Lónið.“atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Fleiri fréttir Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Sjá meira
„Ég ætla að drekka í mig menningu, músik og Reykjavík,“ segir Jón Gunnar Geirdal, markaðssérfræðingur hjá N1. Iceland Airwaves-hátíðin hefst á fimmtudaginn og Jón Gunnar bíður spenntur. Hann er búinn að vera lengi að skipuleggja vikuna og hyggst taka hátíðina alla leið, er búinn að leigja hótelherbergi og hyggst flakka um höfuðborgina eins og erlendur ferðamaður yfir hátíðina. „Ég geri þetta af einskærum áhuga á tónlist. Það er svo gaman að sjá borgina lifna við,“ segir Jón Gunnar. „Þar sem ég á sumarfrí inni ákvað ég að taka mér helgarfrí í Reykjavík — tourist-style.“ Og hátíðin hefst strax á miðvikudaginn hjá Jóni. „Ég byrja í lunch á Kexi á miðvikudaginn. Ætla að sjá GusGus klukkan eitt, hún kickstartar hátíðinni. Svo er ég í fríi hálfan daginn á fimmtudaginn, allan föstudaginn og gisti á hóteli um helgina.“ Jón segist ætla að nýta tímann og ráfa um Reykjavík. „Maður skoðar aldrei þessa gullfalegu borg,“ segir hann. „Maður fer í bæinn á 17. júní, Gay Pride og menningarnótt. Svo þessar helgar sem maður kíkir út á lífið. En Reykjavík er alveg stórkostleg borg, það er ástæða fyrir því að allir þessir ferðamenn koma hingað. Ég gef mér það allavega.“ Ásamt því að fara á tónleika ætlar Jón Gunnar að skoða kennileiti, garða, styttur og söfn. „Maður hefur alveg kíkt á alla þessa staði, það er ekki það. En mig langar að taka helgi í þetta, eins og ég væri í útlöndum,“ segir Jón. „Svo eru æðislegir tónlistarmenn frá öllum heimshornum að spila í öllum skúmaskotum, hvort sem það eru bókabúðir, hótel eða tónleikastaðir.“ Jón býr í Kópavogi og dvelur á Hilton hótel Nordica á meðan hátíðin stendur yfir. „Maður er að fá sér bjór og rauðvín, sulla aðeins. Það fylgir þessu tónleikabrölti. Leigubíll væri 25, 30 þúsund kall fyrir helgina. Það borgar bara upp hótelið,“ segir hann. Airwaves-hátíðin hefur verið fastur liður hjá Jóni undanfarin ár, en það er einn viðburður sem hann missir aldrei af. „Maður tekur Lónið á laugardeginum, þar sem ég er Margeirs-grúppía,“ segir hann. „Það síðasta sem ég myndi sleppa á Airwaves væri að fara í Lónið.“atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Streitulaust fjölskyldufrí í stað stress og álags Áskorun Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Bylgjulestin heimsækir Vaglaskóg Lífið samstarf Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið Fleiri fréttir Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“