Með 90 gyðinga á lista og horfa til sýnagógu 10. október 2011 05:30 Berel Pewzner og Mendy Tzfasman eru hæstánægðir með árangurinn síðan í vor. Þeir hafa farið í sams konar leiðangra til annarra landa.Mynd/úr einkasafni Leit tveggja bandarískra rabbínanema að gyðingum á Íslandi hefur borið svo góðan ávöxt að þeir sjá fyrir sér að fljótlega þurfi að koma hér upp samkomuhúsi fyrir íslenska gyðinga og á endanum sýnagógu. Þeir telja leitina hafa gengið vonum framar. „Við erum núna komnir með lista yfir níutíu gyðinga sem búa á Íslandi. Við erum mjög ánægðir með árangurinn af leitinni,“ segir Berel Pewzner. „Þeir eru eflaust fleiri og leitin stendur enn.“ Fréttablaðið greindi frá því í apríl síðastliðnum að Pewzner hefði komið til landsins í tveggja vikna heimsókn ásamt félaga sínum, Mendy Tzfasman, í því skyni að koma hér upp samfélagi gyðinga. Þeir höfðu þá farið í sams konar ferðir til annarra landa. Félagarnir gengu um götur bæjarins, kíktu í verslanir og spurðu fólk hvort það vissi um gyðinga búsetta hérlendis. Afrakstur fyrstu heimsóknarinnar var listi yfir fjörutíu manns. „Við báðum allt þetta fólk um að benda okkur á fleiri einstaklinga, við leituðum áfram með hjálp internetsins og greinin í Fréttablaðinu hjálpaði mikið til – það var mjög margt fólk sem hafði samband við okkur í kjölfar þess að hún birtist,“ segir Pewzner. „Þannig stækkaði hópurinn hægt og bítandi.“ Pewzner hefur verið staddur hér á landi undanfarnar vikur og í septemberlok hélt hann meðal annars bænastundir fyrir samfélag gyðinga hérlendis í tilefni af nýárshátíð gyðinga, Rosh Hashanah. Þá hefur einnig verið blásið til hátíðarmálsverða af öðrum tilefnum og fjölda smærri uppákoma. Þeir Pewzner og Tzfasman hafa einnig staðið fyrir fræðslu. „Við kennum Tóra [helsta helgirit gyðinga], Talmúð [hina trúarlegu lögbók] og kabbalah og hvernig boðskapur ritanna tengist daglegu lífi okkar. Þá skoðum við atburði líðandi stundar út frá sjónarhorni gyðinga,“ segir Pewzner. Þeir kenni einkum fullorðnum gyðingum en einnig slæðingi af börnum. „Staða gyðingdómsins á Íslandi er mjög góð og við horfum björtum augum til framtíðar,“ segir Pewzner. „Við teljum að það muni óhjákvæmilega þurfa að reisa samkomuhús og sýnagógu í Reykjavík,“ bætir hann við. stigur@frettabladid.is Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Leit tveggja bandarískra rabbínanema að gyðingum á Íslandi hefur borið svo góðan ávöxt að þeir sjá fyrir sér að fljótlega þurfi að koma hér upp samkomuhúsi fyrir íslenska gyðinga og á endanum sýnagógu. Þeir telja leitina hafa gengið vonum framar. „Við erum núna komnir með lista yfir níutíu gyðinga sem búa á Íslandi. Við erum mjög ánægðir með árangurinn af leitinni,“ segir Berel Pewzner. „Þeir eru eflaust fleiri og leitin stendur enn.“ Fréttablaðið greindi frá því í apríl síðastliðnum að Pewzner hefði komið til landsins í tveggja vikna heimsókn ásamt félaga sínum, Mendy Tzfasman, í því skyni að koma hér upp samfélagi gyðinga. Þeir höfðu þá farið í sams konar ferðir til annarra landa. Félagarnir gengu um götur bæjarins, kíktu í verslanir og spurðu fólk hvort það vissi um gyðinga búsetta hérlendis. Afrakstur fyrstu heimsóknarinnar var listi yfir fjörutíu manns. „Við báðum allt þetta fólk um að benda okkur á fleiri einstaklinga, við leituðum áfram með hjálp internetsins og greinin í Fréttablaðinu hjálpaði mikið til – það var mjög margt fólk sem hafði samband við okkur í kjölfar þess að hún birtist,“ segir Pewzner. „Þannig stækkaði hópurinn hægt og bítandi.“ Pewzner hefur verið staddur hér á landi undanfarnar vikur og í septemberlok hélt hann meðal annars bænastundir fyrir samfélag gyðinga hérlendis í tilefni af nýárshátíð gyðinga, Rosh Hashanah. Þá hefur einnig verið blásið til hátíðarmálsverða af öðrum tilefnum og fjölda smærri uppákoma. Þeir Pewzner og Tzfasman hafa einnig staðið fyrir fræðslu. „Við kennum Tóra [helsta helgirit gyðinga], Talmúð [hina trúarlegu lögbók] og kabbalah og hvernig boðskapur ritanna tengist daglegu lífi okkar. Þá skoðum við atburði líðandi stundar út frá sjónarhorni gyðinga,“ segir Pewzner. Þeir kenni einkum fullorðnum gyðingum en einnig slæðingi af börnum. „Staða gyðingdómsins á Íslandi er mjög góð og við horfum björtum augum til framtíðar,“ segir Pewzner. „Við teljum að það muni óhjákvæmilega þurfa að reisa samkomuhús og sýnagógu í Reykjavík,“ bætir hann við. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira