Með 90 gyðinga á lista og horfa til sýnagógu 10. október 2011 05:30 Berel Pewzner og Mendy Tzfasman eru hæstánægðir með árangurinn síðan í vor. Þeir hafa farið í sams konar leiðangra til annarra landa.Mynd/úr einkasafni Leit tveggja bandarískra rabbínanema að gyðingum á Íslandi hefur borið svo góðan ávöxt að þeir sjá fyrir sér að fljótlega þurfi að koma hér upp samkomuhúsi fyrir íslenska gyðinga og á endanum sýnagógu. Þeir telja leitina hafa gengið vonum framar. „Við erum núna komnir með lista yfir níutíu gyðinga sem búa á Íslandi. Við erum mjög ánægðir með árangurinn af leitinni,“ segir Berel Pewzner. „Þeir eru eflaust fleiri og leitin stendur enn.“ Fréttablaðið greindi frá því í apríl síðastliðnum að Pewzner hefði komið til landsins í tveggja vikna heimsókn ásamt félaga sínum, Mendy Tzfasman, í því skyni að koma hér upp samfélagi gyðinga. Þeir höfðu þá farið í sams konar ferðir til annarra landa. Félagarnir gengu um götur bæjarins, kíktu í verslanir og spurðu fólk hvort það vissi um gyðinga búsetta hérlendis. Afrakstur fyrstu heimsóknarinnar var listi yfir fjörutíu manns. „Við báðum allt þetta fólk um að benda okkur á fleiri einstaklinga, við leituðum áfram með hjálp internetsins og greinin í Fréttablaðinu hjálpaði mikið til – það var mjög margt fólk sem hafði samband við okkur í kjölfar þess að hún birtist,“ segir Pewzner. „Þannig stækkaði hópurinn hægt og bítandi.“ Pewzner hefur verið staddur hér á landi undanfarnar vikur og í septemberlok hélt hann meðal annars bænastundir fyrir samfélag gyðinga hérlendis í tilefni af nýárshátíð gyðinga, Rosh Hashanah. Þá hefur einnig verið blásið til hátíðarmálsverða af öðrum tilefnum og fjölda smærri uppákoma. Þeir Pewzner og Tzfasman hafa einnig staðið fyrir fræðslu. „Við kennum Tóra [helsta helgirit gyðinga], Talmúð [hina trúarlegu lögbók] og kabbalah og hvernig boðskapur ritanna tengist daglegu lífi okkar. Þá skoðum við atburði líðandi stundar út frá sjónarhorni gyðinga,“ segir Pewzner. Þeir kenni einkum fullorðnum gyðingum en einnig slæðingi af börnum. „Staða gyðingdómsins á Íslandi er mjög góð og við horfum björtum augum til framtíðar,“ segir Pewzner. „Við teljum að það muni óhjákvæmilega þurfa að reisa samkomuhús og sýnagógu í Reykjavík,“ bætir hann við. stigur@frettabladid.is Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Leit tveggja bandarískra rabbínanema að gyðingum á Íslandi hefur borið svo góðan ávöxt að þeir sjá fyrir sér að fljótlega þurfi að koma hér upp samkomuhúsi fyrir íslenska gyðinga og á endanum sýnagógu. Þeir telja leitina hafa gengið vonum framar. „Við erum núna komnir með lista yfir níutíu gyðinga sem búa á Íslandi. Við erum mjög ánægðir með árangurinn af leitinni,“ segir Berel Pewzner. „Þeir eru eflaust fleiri og leitin stendur enn.“ Fréttablaðið greindi frá því í apríl síðastliðnum að Pewzner hefði komið til landsins í tveggja vikna heimsókn ásamt félaga sínum, Mendy Tzfasman, í því skyni að koma hér upp samfélagi gyðinga. Þeir höfðu þá farið í sams konar ferðir til annarra landa. Félagarnir gengu um götur bæjarins, kíktu í verslanir og spurðu fólk hvort það vissi um gyðinga búsetta hérlendis. Afrakstur fyrstu heimsóknarinnar var listi yfir fjörutíu manns. „Við báðum allt þetta fólk um að benda okkur á fleiri einstaklinga, við leituðum áfram með hjálp internetsins og greinin í Fréttablaðinu hjálpaði mikið til – það var mjög margt fólk sem hafði samband við okkur í kjölfar þess að hún birtist,“ segir Pewzner. „Þannig stækkaði hópurinn hægt og bítandi.“ Pewzner hefur verið staddur hér á landi undanfarnar vikur og í septemberlok hélt hann meðal annars bænastundir fyrir samfélag gyðinga hérlendis í tilefni af nýárshátíð gyðinga, Rosh Hashanah. Þá hefur einnig verið blásið til hátíðarmálsverða af öðrum tilefnum og fjölda smærri uppákoma. Þeir Pewzner og Tzfasman hafa einnig staðið fyrir fræðslu. „Við kennum Tóra [helsta helgirit gyðinga], Talmúð [hina trúarlegu lögbók] og kabbalah og hvernig boðskapur ritanna tengist daglegu lífi okkar. Þá skoðum við atburði líðandi stundar út frá sjónarhorni gyðinga,“ segir Pewzner. Þeir kenni einkum fullorðnum gyðingum en einnig slæðingi af börnum. „Staða gyðingdómsins á Íslandi er mjög góð og við horfum björtum augum til framtíðar,“ segir Pewzner. „Við teljum að það muni óhjákvæmilega þurfa að reisa samkomuhús og sýnagógu í Reykjavík,“ bætir hann við. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira