Gerir maska úr geri 10. október 2011 17:00 Arndís Sigurðardóttir nemi gefur út sína fyrstu bók í nóvember. Hún nefnist Náttúruleg fegurð og inniheldur uppskriftir að náttúrulegum snyrtivörum. Fréttablaðið/Anton Arndís Sigurðardóttir, nemandi á frumgreinadeild í Háskólanum á Bifröst, gefur út sína fyrstu bók í nóvember. Bókin hefur hlotið titilinn Náttúruleg fegurð og inniheldur uppskriftir að ýmsum náttúrulegum húðkremum, möskum og hárvörum. Arndís segist lengi hafa haft áhuga á náttúrulegum snyrtivörum og lífrænu mataræði og hóf í kjölfarið að prófa sig áfram með uppskriftir að eigin kremum og hárvörum. „Um tíma velti ég því fyrir mér að hefja framleiðslu á náttúrulegum snyrtivörum en fannst skemmtilegri hugmynd að gefa út bók með ýmsum uppskriftum sem ég hafði þróað í gegnum tíðina,“ segir Arndís sem viðurkennir jafnframt að árangurinn hafi verið misjafn, sumar uppskriftirnar heppnuðust vel á meðan aðrar heppnuðust verr. „Einu sinni gerði ég hárnæringu sem innihélt mæjónes og það gekk ekki vel, hárið varð stíft og leiðinlegt. En fólk þarf ekki að hafa áhyggjur, allar uppskriftirnar í bókinni hafa verið prófaðar á mér og öðrum með góðum árangri.“ Bókin inniheldur ekki aðeins uppskriftir að snyrtivörum heldur einnig fróðleiksmola um hráefnin og leiðbeiningar um hvaða hráefni henti hverri húðtýpu. Innt eftir því hvaða uppskrift sé í uppáhaldi hjá henni er Arndís ekki lengi til svars: „Uppáhaldsmaskinn minn er germaski sem er mjög góður fyrir feita og bólótta húð. Ég er alveg hætt að kaupa mér húðvörur og hvers kyns krem, nú bý ég þetta til sjálf úr hráefni sem ég á til heima í eldhúsi. Kosturinn við það er að þú veist nákvæmlega hvaða efni varan inniheldur og hún er að auki mun ódýrari.“ Arndís segir að hjólin hafi fyrst farið að snúast eftir að hún fann útgefanda og viðurkennir að hún sé mjög spennt að sjá bókina tilbúna. „Bókin er svo fallega myndskreytt og ég hlakka mikið til að sjá hana tilbúna. Þetta verður ein af bókunum sem taka þátt í jólabókaflóðinu í ár og ég er til í slaginn,“ segir hún glaðlega að lokum. -sm Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Arndís Sigurðardóttir, nemandi á frumgreinadeild í Háskólanum á Bifröst, gefur út sína fyrstu bók í nóvember. Bókin hefur hlotið titilinn Náttúruleg fegurð og inniheldur uppskriftir að ýmsum náttúrulegum húðkremum, möskum og hárvörum. Arndís segist lengi hafa haft áhuga á náttúrulegum snyrtivörum og lífrænu mataræði og hóf í kjölfarið að prófa sig áfram með uppskriftir að eigin kremum og hárvörum. „Um tíma velti ég því fyrir mér að hefja framleiðslu á náttúrulegum snyrtivörum en fannst skemmtilegri hugmynd að gefa út bók með ýmsum uppskriftum sem ég hafði þróað í gegnum tíðina,“ segir Arndís sem viðurkennir jafnframt að árangurinn hafi verið misjafn, sumar uppskriftirnar heppnuðust vel á meðan aðrar heppnuðust verr. „Einu sinni gerði ég hárnæringu sem innihélt mæjónes og það gekk ekki vel, hárið varð stíft og leiðinlegt. En fólk þarf ekki að hafa áhyggjur, allar uppskriftirnar í bókinni hafa verið prófaðar á mér og öðrum með góðum árangri.“ Bókin inniheldur ekki aðeins uppskriftir að snyrtivörum heldur einnig fróðleiksmola um hráefnin og leiðbeiningar um hvaða hráefni henti hverri húðtýpu. Innt eftir því hvaða uppskrift sé í uppáhaldi hjá henni er Arndís ekki lengi til svars: „Uppáhaldsmaskinn minn er germaski sem er mjög góður fyrir feita og bólótta húð. Ég er alveg hætt að kaupa mér húðvörur og hvers kyns krem, nú bý ég þetta til sjálf úr hráefni sem ég á til heima í eldhúsi. Kosturinn við það er að þú veist nákvæmlega hvaða efni varan inniheldur og hún er að auki mun ódýrari.“ Arndís segir að hjólin hafi fyrst farið að snúast eftir að hún fann útgefanda og viðurkennir að hún sé mjög spennt að sjá bókina tilbúna. „Bókin er svo fallega myndskreytt og ég hlakka mikið til að sjá hana tilbúna. Þetta verður ein af bókunum sem taka þátt í jólabókaflóðinu í ár og ég er til í slaginn,“ segir hún glaðlega að lokum. -sm
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið