Tróðu upp í Kaupmannahöfn 19. apríl 2011 11:00 Á sviðinu í kaupmannahöfn Kristján Ingimarsson og Ragnar Ísleifur Bragason í sýningunni Fools of the World Unite í Kaupmannahöfn. „Við áttum æðislega daga í Köben. Ég átti reyndar pantað borð á Hard Rock Café en komst ekki. Svo var Tívolíið lokað en Strikið stóð fyrir sínu,“ segir Ragnar Ísleifur Bragason listamaður. Þremur meðlimum Leikhúss listamanna var boðið til Kaupmannahafnar á dögunum til að taka þátt í sýningu Kristjáns Ingimarssonar fjöllistamanns. Sýningin ber heitið Fools of the World Unite og fjallar um það að finna fíflið innra með sér, sleppa því lausu og gera sig að fífli. Ingibjörg Magnadóttir, Ragnar Ísleifur Bragason og Snorri Ásmundsson dvöldu í viku í Kaupmannahöfn og unnu með Kristjáni. Hann gaf þeim lausan tauminn í spuna og leyfði þeim að taka þátt í síðustu fjórum sýningunum á verkinu. „Við fengum að taka þátt í þessari uppreisn hans. Honum finnst eitthvað bogið við samfélagið og vill að fólk finni fíflið inni í sér og sleppi því lausu,“ segir Ragnar. Ragnar flutti meðal annars ljóð sitt sem hann og Kristján snöruðu yfir á dönsku. „Þetta var frekar persónulegt ljóð. Daninn vissi ekki hvernig hann ætti að bregðast við þessum íslenska rauðhaus og fór bara að hlæja að mér. Ég kunni alveg að meta það og þetta var skemmtilega vandræðalegt.“ Næstsíðasta skemmtikvöld Leikhúss listamanna verður í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld klukkan 21. Á dagskránni eru nokkrir gjörningar, til að mynda frá Ásdísi Sif Gunnarsdóttur, Ingibjörgu Magnadóttur og Söru Björnsdóttur en kynnir er sem fyrr Ármann Reynisson vinjettuhöfundur. Þá treður Pittsburgh-búinn Nathan Hall upp með bjölluspili og söng og Ragnar flytur áðurnefnt ljóð sitt.- hdm Lífið Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira
„Við áttum æðislega daga í Köben. Ég átti reyndar pantað borð á Hard Rock Café en komst ekki. Svo var Tívolíið lokað en Strikið stóð fyrir sínu,“ segir Ragnar Ísleifur Bragason listamaður. Þremur meðlimum Leikhúss listamanna var boðið til Kaupmannahafnar á dögunum til að taka þátt í sýningu Kristjáns Ingimarssonar fjöllistamanns. Sýningin ber heitið Fools of the World Unite og fjallar um það að finna fíflið innra með sér, sleppa því lausu og gera sig að fífli. Ingibjörg Magnadóttir, Ragnar Ísleifur Bragason og Snorri Ásmundsson dvöldu í viku í Kaupmannahöfn og unnu með Kristjáni. Hann gaf þeim lausan tauminn í spuna og leyfði þeim að taka þátt í síðustu fjórum sýningunum á verkinu. „Við fengum að taka þátt í þessari uppreisn hans. Honum finnst eitthvað bogið við samfélagið og vill að fólk finni fíflið inni í sér og sleppi því lausu,“ segir Ragnar. Ragnar flutti meðal annars ljóð sitt sem hann og Kristján snöruðu yfir á dönsku. „Þetta var frekar persónulegt ljóð. Daninn vissi ekki hvernig hann ætti að bregðast við þessum íslenska rauðhaus og fór bara að hlæja að mér. Ég kunni alveg að meta það og þetta var skemmtilega vandræðalegt.“ Næstsíðasta skemmtikvöld Leikhúss listamanna verður í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld klukkan 21. Á dagskránni eru nokkrir gjörningar, til að mynda frá Ásdísi Sif Gunnarsdóttur, Ingibjörgu Magnadóttur og Söru Björnsdóttur en kynnir er sem fyrr Ármann Reynisson vinjettuhöfundur. Þá treður Pittsburgh-búinn Nathan Hall upp með bjölluspili og söng og Ragnar flytur áðurnefnt ljóð sitt.- hdm
Lífið Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Sjá meira