Sólóferill Friðriks fær fljúgandi start 1. apríl 2011 16:00 í íslenska sendiráðinu Friðrik Ómar og Jóhanna Guðrún ásamt Guðmundi Árna Stefánssyni, sendiherra Íslands í Stokkhólmi, í hófi sem var haldið fyrir tónleikana. „Þetta gekk alveg eins og í lygasögu," segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar. Hann hélt á miðvikudagskvöld sína fyrstu tónleika í Svíþjóð, þar sem hann hefur búið undanfarin misseri. „Þetta var ofboðslega gaman og ég fékk rosalega góðar móttökur." Tónleikarnir fóru fram í leikhúsinu Göta Lejon í Stokkhólmi og um átta hundruð manns mættu. Stemningin var gríðargóð, sérstaklega í lokalaginu þegar Friðrik söng Eurovision-lagið This Is My Life með leynigestinum Regínu Ósk. Áður hafði Friðrik sungið dúett með Jóhönnu Guðrúnu, auk þess sem hún söng Eurovision- lögin sín Is It True? og Nótt. Með tónleikunum vildi Friðrik kynna sig og sína tónlist fyrir Svíum og naut hann til þess liðsinnis íslenska sendiráðsins í Stokkhólmi. Eftir hálfs árs undirbúning mætti Friðrik vel undirbúinn til leiks með slatta af nýjum lögum í farteskinu sem hann hefur samið, öll á ensku. Einnig söng hann eitt lag á sænsku, ballöðuna Stad i ljus sem Tommy Körberg söng í Eurovision árið 1988. Friðrik viðurkennir að hafa verið svolítið stressaður fyrir tónleikana, enda voru sænskir söngvarar, umboðsmenn og fulltrúar frá útgáfufyrirtækjum á meðal gesta. Nú þegar hafa nokkrir lagahöfundar óskað eftir samstarfi við hann. „Það sem er svo gaman við að gera þetta í nýju landi er að enginn veit hver maður er. Þetta minnti mig á þegar maður var að byrja að syngja. Þá kom þessi extra fiðringur en heima var maður orðinn svo vanur að koma fram að maður hálfpartinn saknaði þess að vera stressaður," segir hann. Eitthvað af Íslendingum var í salnum, þar á meðal þingmenn sem voru á Norðurlandaráðstefnu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru þau Bjarni Benediktsson, Siv Friðleifsdóttir og Helgi Hjörvar á meðal gesta. Friðrik er þessa dagana að undirbúa sólóplötu með nýju lögunum og er hún væntanleg í haust. Tilefnið er þrítugsafmælið hans 4. október og heldur hann einmitt afmælistónleika í Hofi á Akureyri 1. október. Þar ætlar hann að syngja í fyrsta sinn opinberlega dúett með pabba sínum. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira
„Þetta gekk alveg eins og í lygasögu," segir tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar. Hann hélt á miðvikudagskvöld sína fyrstu tónleika í Svíþjóð, þar sem hann hefur búið undanfarin misseri. „Þetta var ofboðslega gaman og ég fékk rosalega góðar móttökur." Tónleikarnir fóru fram í leikhúsinu Göta Lejon í Stokkhólmi og um átta hundruð manns mættu. Stemningin var gríðargóð, sérstaklega í lokalaginu þegar Friðrik söng Eurovision-lagið This Is My Life með leynigestinum Regínu Ósk. Áður hafði Friðrik sungið dúett með Jóhönnu Guðrúnu, auk þess sem hún söng Eurovision- lögin sín Is It True? og Nótt. Með tónleikunum vildi Friðrik kynna sig og sína tónlist fyrir Svíum og naut hann til þess liðsinnis íslenska sendiráðsins í Stokkhólmi. Eftir hálfs árs undirbúning mætti Friðrik vel undirbúinn til leiks með slatta af nýjum lögum í farteskinu sem hann hefur samið, öll á ensku. Einnig söng hann eitt lag á sænsku, ballöðuna Stad i ljus sem Tommy Körberg söng í Eurovision árið 1988. Friðrik viðurkennir að hafa verið svolítið stressaður fyrir tónleikana, enda voru sænskir söngvarar, umboðsmenn og fulltrúar frá útgáfufyrirtækjum á meðal gesta. Nú þegar hafa nokkrir lagahöfundar óskað eftir samstarfi við hann. „Það sem er svo gaman við að gera þetta í nýju landi er að enginn veit hver maður er. Þetta minnti mig á þegar maður var að byrja að syngja. Þá kom þessi extra fiðringur en heima var maður orðinn svo vanur að koma fram að maður hálfpartinn saknaði þess að vera stressaður," segir hann. Eitthvað af Íslendingum var í salnum, þar á meðal þingmenn sem voru á Norðurlandaráðstefnu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru þau Bjarni Benediktsson, Siv Friðleifsdóttir og Helgi Hjörvar á meðal gesta. Friðrik er þessa dagana að undirbúa sólóplötu með nýju lögunum og er hún væntanleg í haust. Tilefnið er þrítugsafmælið hans 4. október og heldur hann einmitt afmælistónleika í Hofi á Akureyri 1. október. Þar ætlar hann að syngja í fyrsta sinn opinberlega dúett með pabba sínum. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira