Kári Steinn: Slæ sennilega aldrei heimsmetið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. desember 2011 07:00 Heimsmethafinn í maraþonhlaupi karla, Patrick Mackau. Nordic Photos / Getty Images Undanfarinn áratug eða svo hafa maraþonhlauparar frá austurhluta Afríku, sér í lagi Keníu og Eþíópíu, borið höfuð og herðar yfir aðra í greininni. Í Berlínarmaraþoninu í sumar, því sama og Kári Steinn bætti Íslandsmetið í, setti Patrick Makau nýtt heimsmet er hann hljóp á 2:03,38 klst. Árið 2011 áttu Keníumenn 24 bestu tíma ársins, slíkir voru yfirburðir þeirra. Kári Steinn telst sannarlega til efnilegustu langhlaupara Evrópu en gerir ekki ráð fyrir því að ná nokkru sinni að slá þeim bestu í heiminum við. „Það er leiðinlegt að segja það en ég mun sennilega aldrei ná að slá heimsmetið í maraþonhlaupi," segir Kári Steinn, sem segir þó hægt að ná langt í greininni, sér í lagi á Ólympíuleikum. „Ég vil komast sem allra lengst á Evrópumælikvarða og það er hægt að ná merkilega langt á Ólympíuleikum líka. Hver þjóð fær bara að senda þrjá keppendur til leiks og Ítalinn Stefano Baldini sýndi í Aþenu 2004 að það er hægt að gera ýmislegt," bætti hann við en Baldini vann þá til gullverðlauna í maraþoni. „Hvítir menn hafa verið að ná merkilega góðum árangri á Ólympíuleikum því þá eru hlaupin yfirleitt ekki jafn hröð og reynir þá frekar á taktík og kænsku. Hlauparar frá Afríku eru aftur á móti mjög sterkir í hlaupum þar sem hraðanum er haldið uppi allan tímann." Kári Steinn segir þó fleira koma til en bara að vinna til verðlauna. „Ég vil líka vera góð fyrirmynd hér heima enda hefur verið mikil uppsveifla í hlaupum á Íslandi og sífellt fleiri að reima á sig skóna til að fara út að hlaupa. Það er gott að geta sýnt að maður getur náð langt og komist jafnvel á Ólympíuleika með því að hlaupa í snjónum á Íslandi." Frjálsar íþróttir Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjá meira
Undanfarinn áratug eða svo hafa maraþonhlauparar frá austurhluta Afríku, sér í lagi Keníu og Eþíópíu, borið höfuð og herðar yfir aðra í greininni. Í Berlínarmaraþoninu í sumar, því sama og Kári Steinn bætti Íslandsmetið í, setti Patrick Makau nýtt heimsmet er hann hljóp á 2:03,38 klst. Árið 2011 áttu Keníumenn 24 bestu tíma ársins, slíkir voru yfirburðir þeirra. Kári Steinn telst sannarlega til efnilegustu langhlaupara Evrópu en gerir ekki ráð fyrir því að ná nokkru sinni að slá þeim bestu í heiminum við. „Það er leiðinlegt að segja það en ég mun sennilega aldrei ná að slá heimsmetið í maraþonhlaupi," segir Kári Steinn, sem segir þó hægt að ná langt í greininni, sér í lagi á Ólympíuleikum. „Ég vil komast sem allra lengst á Evrópumælikvarða og það er hægt að ná merkilega langt á Ólympíuleikum líka. Hver þjóð fær bara að senda þrjá keppendur til leiks og Ítalinn Stefano Baldini sýndi í Aþenu 2004 að það er hægt að gera ýmislegt," bætti hann við en Baldini vann þá til gullverðlauna í maraþoni. „Hvítir menn hafa verið að ná merkilega góðum árangri á Ólympíuleikum því þá eru hlaupin yfirleitt ekki jafn hröð og reynir þá frekar á taktík og kænsku. Hlauparar frá Afríku eru aftur á móti mjög sterkir í hlaupum þar sem hraðanum er haldið uppi allan tímann." Kári Steinn segir þó fleira koma til en bara að vinna til verðlauna. „Ég vil líka vera góð fyrirmynd hér heima enda hefur verið mikil uppsveifla í hlaupum á Íslandi og sífellt fleiri að reima á sig skóna til að fara út að hlaupa. Það er gott að geta sýnt að maður getur náð langt og komist jafnvel á Ólympíuleika með því að hlaupa í snjónum á Íslandi."
Frjálsar íþróttir Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjá meira