Fótbolti

Blatter stafar engin ógn af Hayatou

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Forseti afríska knattspyrnusambandsins Issa Hayatou frá Kamerún segist ekki ætla að bjóða sig fram gegn Sepp Blatter sem forseti Alþjóða knattspyrnusambandins FIFA. Hayatou bauð sig fram gegn Blatter árið 2002 en beið lægri hlut. Kamerúninn hefur ausið Svisslendinginn Blatter lofi og hrósað honum fyrir hans framlag til afrískrar knattspyrnu.

Kosið verður til formanns FIFA í júní næstkomandi en þar þykir líklegt að Blatter fái samkeppni frá forseta asíska knattspyrnusambandsins Mohamed Bin Hammam frá Katar. Blatter hefur setið sem formaður FIFA síðan 1998 þegar hann tók við af Brasilíumanninum Joao Havelange.

Blatter, Hayatou og fleiri innan FIFA hafa legið undir mikilli gagnrýni undanfarin misseri. Skemmst er að minnast umfjöllunar Panorama þáttarins hjá sjónvarpstöðinni BBC sem sjá má í myndskeiðinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×