Erlent

Dönsk kona hagnaðist um hálfan milljarð á vændi

Sérsveit lögreglunnar í Kaupmannahöfn sem berst gegn vændi hefur handtekið 33 ára gamla konu sem var melludólgur með fjölda vændiskvenna á sínum snærum í tveimur hóruhúsum í Kaupmannahöfn og einu í Árósum.

Samhliða þessu voru eiginmaður og mágkona melludólgsins handtekin sem og sjö símadömur sem sáu um pantanir. Engin vændiskona var handtekin enda er löglegt að stunda vændi í Danmörku en ólöglegt er að gera vændiskonur út.

Í fréttum í dönskum fjölmiðlum segir að konan er talin hafa hagnast um rúmlega hálfan milljarð íslenskra króna á hóruhúsum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×