Fótbolti

Beckham hitti ofan í þrjár ruslatunnur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
David Beckham sýndi ótrúlega spyrnutækni þegar hann setti þrjá bolta í röð ofan í ruslatunnur af löngu færi. Það sem meira er þá var Beckham að skjóta á tánum á ströndinni.

Beckham var staddur við auglýsingatöku fyrir Pepsi þegar hann bauð upp á tilþrifin. Einhver áhöld eru um hvort Beckham hafi raunverulega hitt ofan í tunnurnar eða hvort tæknibrellur eigi hlut að máli. Síðari möguleikinn er ansi líklegur en flott er þetta engu að síður.

Tilþirfin má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×