Enski boltinn

Dalglish: Mikill heiður fyrir mig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool.
Kenny Dalglish, stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Kenny Dalglish segir það vera mikill heiður fyrir sig að fá að stýra liði Liverpool á ný. Hann tók í dag tímabundið við liðinu eftir að Roy Hodgson var rekinn.

Liverpool varð síðast Englandsmeistari undir stjórn Dalglish sem var við stjórnvölinn frá 1985 til 1992. Hann mun stýra liðinu út núverandi leiktíð.

Dalglish var í fríi í Dúbæ þegar hann frétti af því að til stæði að reka Hodgson. Hann er nú aftur kominn til Englands en Liverpool mætir á morgun liði Manchester United í ensku bikarkeppninni.

„Mér hefur verið sýndur mikill heiður með því að vera beðinn um að koma til baka," sagði Dalglish.

„Það gerist þó í afar leiðinlegum kringumstæðum þar sem að góður og heiðvirður maður hefur misst vinnuna sína."

Dalglish stýrði síðast liði árið 2000 er hann var hjá Celtic en hann hefur undanfarið verið yfirmaður unglingaakademíu Liverpool.

„Ég veit ekki hvaða áskoranir bíða mín, ég er nýstiginn út úr flugvélinni," sagði hann í dag.

Liverpool er sem stendur í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og aðeins fimm stigum frá botnsæti deildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×