Innlent

Skoða svell við Kópavogslaug

Hjálmar Hjálmarsson
Hjálmar Hjálmarsson
Góðir möguleikar eru til að koma upp skautasvelli á Vallargerðisvelli við Sundlaug Kópavogs – séu veðurfarslegar aðstæður hagstæðar. Þetta kemur fram í svari embættismanna bæjarins við fyrirspurn Hjálmars Hjálmarssonar, fulltrúa Næst besta flokksins og forseta bæjarstjórnar.

Meðal annars þarf að rífa upp yfirborð vallarins áður en svellið er gert, flóðlýsa það síðan og hafa með því eftirlit. Talið er að stofnkostnaður sé 180 til 200 þúsund krónur og rekstrarkostnaður 30 til 35 þúsund krónur á dag. Bæjarstjórnin hefur ekki tekið afstöðu til málsins.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×