Ætlaði að hætta að dansa vegna langvinnra veikinda 13. desember 2011 09:00 Í sKÝJUNUM MEÐ SIGURINN Berglind Ýr Karlsdóttir hlaut flest atkvæði þjóðarinnar í þættinum Dans dans dans á laugardagskvöldið, en hún hefur þjáðst af hjartagalla síðan hún var ellefu ára gömul og ætlaði að hætta að dansa í vor.Fréttablaðið/valli Berglind Ýr Karlsdóttir hlaut flest atkvæði þjóðarinnar og stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Dans dans dans um helgina. Hjartagalli Berglindar gerði það að verkum að hún ætlaði að leggja dansskóna á hilluna síðastliðið vor. „Þetta kom mér svo mikið á óvart og ég vil koma á framfæri óendanlegu þakklætu til þjóðarinnar fyrir stuðninginn,“ segir Berglind Ýr Karlsdóttir, en hún fór með sigur af hólmi í þættinum Dans dans dans á laugardagskvöldið. Berglind Ýr er á samtímadansbraut í Listaháskólanum en hún hefur stundað dans og fimleika síðan hún var kornung. Berglind sýndi frumsamið nútímadansverk á laugardagskvöldið og heillaði áhorfendur með einlægum dansi sínum. „Ég var númer níu í röðinni og var næstum hætt við að fara fram á svið því allir hinir voru með svo flott atriði. Þetta var hörkukeppni og mjög skemmtilegt í alla staði,“ segir Berglind Ýr, en hún hlaut eina milljón króna í verðlaunafé sem hún ætlar sér að nýta í eitthvað tengt dansinum. „Ég ætla að nota það til að afla mér frekari menntunar, annað hvort fara á sumarnámskeið næsta sumar eða skoða áframhaldandi nám erlendis eftir útskrift.“ Í vor íhugaði Berglind að leggja dansskóna alfarið á hilluna þar sem langvinn veikindi hennar settu strik í reikninginn. Berglind hefur þjáðst af gollurshúsbólgu, sem er bólga í bandvefshulstri kringum hjartað, síðan hún var ellefu ára gömul. Berglind er á lyfjum og sterum til að halda sjúkdómnum í skefjum en lyfjunum fylgja slæmar aukaverkanir, sérstaklega þegar dans er manns ær og kýr. „Lyfin hafa slæm áhrif á líkamann, til dæmis á beinin og vöðvana. Í vor var ég orðin langþreytt á að þurfa ítrekað að byrja aftur á byrjunarreit og langaði að snúa mér að öðru. Svo sá ég auglýsingar fyrir þáttinn og ákvað að gefa allt í dansinn í eitt ár í viðbót,“ segir Berglind, sem er í skýjunum með sigurinn og lítur á hann sem skilaboð um að halda áfram á þessari braut. Athyglin á dansheiminum hér á landi hefur aukist í kjölfar þáttanna og Berglind hefur orðið vör við bæði jávætt og neikvætt umtal í kjölfar sigursins. „Maður er að fylgjast með á netinu og það er ómetanlegt að fá allan þennan stuðning. Því miður hef ég líka orðið vör við að fólk haldi að ég hafi sigrað út af vorkunnsemi en ég vona ekki. Ég vona að ég hafi unnið út á dansinn minn.“ alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
Berglind Ýr Karlsdóttir hlaut flest atkvæði þjóðarinnar og stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Dans dans dans um helgina. Hjartagalli Berglindar gerði það að verkum að hún ætlaði að leggja dansskóna á hilluna síðastliðið vor. „Þetta kom mér svo mikið á óvart og ég vil koma á framfæri óendanlegu þakklætu til þjóðarinnar fyrir stuðninginn,“ segir Berglind Ýr Karlsdóttir, en hún fór með sigur af hólmi í þættinum Dans dans dans á laugardagskvöldið. Berglind Ýr er á samtímadansbraut í Listaháskólanum en hún hefur stundað dans og fimleika síðan hún var kornung. Berglind sýndi frumsamið nútímadansverk á laugardagskvöldið og heillaði áhorfendur með einlægum dansi sínum. „Ég var númer níu í röðinni og var næstum hætt við að fara fram á svið því allir hinir voru með svo flott atriði. Þetta var hörkukeppni og mjög skemmtilegt í alla staði,“ segir Berglind Ýr, en hún hlaut eina milljón króna í verðlaunafé sem hún ætlar sér að nýta í eitthvað tengt dansinum. „Ég ætla að nota það til að afla mér frekari menntunar, annað hvort fara á sumarnámskeið næsta sumar eða skoða áframhaldandi nám erlendis eftir útskrift.“ Í vor íhugaði Berglind að leggja dansskóna alfarið á hilluna þar sem langvinn veikindi hennar settu strik í reikninginn. Berglind hefur þjáðst af gollurshúsbólgu, sem er bólga í bandvefshulstri kringum hjartað, síðan hún var ellefu ára gömul. Berglind er á lyfjum og sterum til að halda sjúkdómnum í skefjum en lyfjunum fylgja slæmar aukaverkanir, sérstaklega þegar dans er manns ær og kýr. „Lyfin hafa slæm áhrif á líkamann, til dæmis á beinin og vöðvana. Í vor var ég orðin langþreytt á að þurfa ítrekað að byrja aftur á byrjunarreit og langaði að snúa mér að öðru. Svo sá ég auglýsingar fyrir þáttinn og ákvað að gefa allt í dansinn í eitt ár í viðbót,“ segir Berglind, sem er í skýjunum með sigurinn og lítur á hann sem skilaboð um að halda áfram á þessari braut. Athyglin á dansheiminum hér á landi hefur aukist í kjölfar þáttanna og Berglind hefur orðið vör við bæði jávætt og neikvætt umtal í kjölfar sigursins. „Maður er að fylgjast með á netinu og það er ómetanlegt að fá allan þennan stuðning. Því miður hef ég líka orðið vör við að fólk haldi að ég hafi sigrað út af vorkunnsemi en ég vona ekki. Ég vona að ég hafi unnið út á dansinn minn.“ alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira