Þakklátar neðanjarðarrottur 2. desember 2011 09:00 mikill heiður Biggi Veira og Daníel Ágúst úr GusGus. Hljómsveitin hefur verið tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna. fréttablaðið/stefán „Þetta er rosalega mikill heiður. Við héldum að við værum bara einhverjar gamlar „retro underground“ rottur,“ segir Biggi Veira í GusGus. Hljómsveitin hefur verið tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna fyrir plötuna Arabian Horse. Einn annar íslenskur flytjandi var tilnefndur, eða Björk fyrir Biophilia. Alls voru tólf plötur tilnefndar frá öllum norrænu löndunum, þar á meðal frá sænsku söngkonunni Lykke Li og hinni norsku Ane Brun. „Það er gaman að tekið er eftir manni,“ segir Biggi. „Við vorum líka að vanda okkur. Á þessari plötu er allt samþjappað sem við höfum verið að gera í gegnum tíðina. En þetta er allt honum Högna [Egilssyni] að þakka, held ég. Stebbi [Stephan Stephensen] plataði hann í GusGus og hann gefur vídd í þessa plötu.“ Tilnefningin kom Bigga á óvart, enda voru margar aðrar góðar plötur í pottinum. „Við höfum ekki sérstaklega átt mikið upp á pallborðið hjá hinum Norðurlandaþjóðunum en það á kannski eftir að breytast.“ Arabian Horse hefur fengið mjög góðar viðtökur hér á landi og selst í um fimm þúsund eintökum. Jónsi vann Norrænu tónlistarverðlaunin fyrr á þessu ári fyrir sólóplötuna Go. Verðlaunin verða afhent á hátíðinni by:Larm í Ósló 16. febrúar. - fb Lífið Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira
„Þetta er rosalega mikill heiður. Við héldum að við værum bara einhverjar gamlar „retro underground“ rottur,“ segir Biggi Veira í GusGus. Hljómsveitin hefur verið tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna fyrir plötuna Arabian Horse. Einn annar íslenskur flytjandi var tilnefndur, eða Björk fyrir Biophilia. Alls voru tólf plötur tilnefndar frá öllum norrænu löndunum, þar á meðal frá sænsku söngkonunni Lykke Li og hinni norsku Ane Brun. „Það er gaman að tekið er eftir manni,“ segir Biggi. „Við vorum líka að vanda okkur. Á þessari plötu er allt samþjappað sem við höfum verið að gera í gegnum tíðina. En þetta er allt honum Högna [Egilssyni] að þakka, held ég. Stebbi [Stephan Stephensen] plataði hann í GusGus og hann gefur vídd í þessa plötu.“ Tilnefningin kom Bigga á óvart, enda voru margar aðrar góðar plötur í pottinum. „Við höfum ekki sérstaklega átt mikið upp á pallborðið hjá hinum Norðurlandaþjóðunum en það á kannski eftir að breytast.“ Arabian Horse hefur fengið mjög góðar viðtökur hér á landi og selst í um fimm þúsund eintökum. Jónsi vann Norrænu tónlistarverðlaunin fyrr á þessu ári fyrir sólóplötuna Go. Verðlaunin verða afhent á hátíðinni by:Larm í Ósló 16. febrúar. - fb
Lífið Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sjá meira