Lífið

Radiohead leggur lokahönd á tónleikaferðina

Ed O"Brien, gítarleikari Radiohead, segir að hljómsveitin sé að leggja lokahönd á skipulagningu tónleikaferðar sinnar á næsta ári.

„Við verðum á ferðinni frá lokum febrúar þangað til í nóvember og munum spila bæði í Bandaríkjunum og í Bretlandi,“ sagði O"Brien. Fleiri Evrópulönd verða einnig heimsótt. Tónleikarnir í Evrópu verða haldnir innandyra og verður lögð áhersla á síðustu plötuna, King of Limbs.

„Síðast þegar við fórum í tónleikaferð spiluðum við plötuna In Rainbows og svo vinsælustu lögin. Núna verða það aðallega lögin af þessari plötu og þeirri síðustu og svo sjáum við til hvaða lög passa með þeim.“ Radiohead fór síðast í tónleikaferð um Bretland árið 2009.

Hér fyrir ofan er hægt að hlusta á endurhljóðblöndun Jaimie xx af laginu Bloom af nýju plötunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.