Lífið

Vinsæl meðal lögbrjóta

Of Monsters and Men.
Of Monsters and Men.
Fréttablaðið sagði frá því á laugardag að glænýrri plötu íslensku sveitarinnar Of Monsters and Men, My Head Is an Animal, hefði verið lekið á erlendar niðurhalssíður.

En þar með var ekki öll sagan sögð. Á stærstu lokuðu niðurhalssíðu fyrir tónlist í heiminum, what.cd, hefur platan notið mikilla vinsælda. Á lista yfir tíu mest sóttu plöturnar sem láku á vefinn í undanfarinni viku trónir My Head Is an Animal í níunda sætinu, á eftir plötum listamanna á borð við James Blake, Florence and the Machines og André 3000 úr rapphljómsveitinni Outkast.

Langefst á listanum er hins vegar önnur íslensk plata: Biophilia Bjarkar Guðmundsdóttur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.