Búðin hefur aðdráttarafl 10. október 2011 11:00 Verslunarstjórinn Kristján segir margt verða gert í tilefni tímamótanna. Til dæmis hefur verið sett upp ljósmyndasýning um alla verslunina með myndum úr sögu Máls og menningar. Fréttablaðið/Stefán Júlí 1979. Jónsteinn Haraldsson bóksali stendur á efri hæð bókabúðar Máls og menningar árið 1979. Eins og sést hefur heildarmynd verslunarinnar haldið sér.Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Bókabúðin Mál og menning var opnuð á Laugavegi 18 5. október árið 1961 af Máli og menningu bókmenntafélagi sem hafði þá starfað sem útgáfufélag og bókaforlag frá árinu 1937. „Bókabúðin hefur nú starfað undir sama nafni og á sama stað í fimmtíu ár og því munum við fagna með ýmsu móti,“ segir Kristján Freyr Halldórsson sem nýverið tók við sem verslunarstjóri í bókabúðinni sögufrægu. Hann nefnir meðal annars ljósmyndasýningu sem sett verður upp á öllum hæðum verslunarinnar. „Myndirnar fengum við hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur og sýna bókabúðina að innan og utan á hinum ýmsu tímabilum,“ útskýrir Kristján sem hefur verið viðloðandi bókabúðina í mörg ár. „Ég byrjaði að vinna hér árið 2000 í blálokin á rekstri búðarinnar undir merkjum Máls og menningar bókmenntafélags og hef því unnið hjá nærri öllum rekstraraðilum sem komið hafa af versluninni,“ segir hann glaðlega. Um aldamótin 2000 sameinaðist Mál og menning bókaútgáfunni Vöku-Helgafelli og Edda, miðlun og útgáfa varð til. Edda seldi þá rekstur Bókabúða Máls og menningar, sem voru orðnar sex talsins, til Pennans árið 2003. Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg var ekki breytt þó að Penninn færði aðrar verslanir undir undir merki Eymundsson. Penninn seldi síðan Kaupangi verslunina við Laugaveg árið 2009 en undir stjórn þeirra aðila fór verslunin í þrot snemma á þessu ári. Bókabúð Máls og menningar opnaði síðan aftur snemmsumars undir stjórn nýrra eigenda. „Mér finnst gleðilegt að nafn búðarinnar hafi haldist það sama í gegnum allar þessar breytingar enda mikil saga sem fylgir búðinni og húsinu. Hér hefur margt merkilegt fólk bæði starfað og verið fastagestir,“ segir Kristján. Hann segir hið nýja eignarhaldsfélag vilja byggja á hinum gamla og góða grunni og hnýta saman strengi fortíðar og framtíðar. Það lýsi sér til dæmis í nafni félagsins, Rúblan ehf. „Rúblan er í eigu sömu aðila og reka verslunina IÐU við Lækjargötu en með nafni félagsins er vísað í þá flökkusögu að húsið hafi verið byggt fyrir rúblur fengnar að styrk frá ráðamönnum í Sovétríkjunum á tímum kalda stríðsins,“ útskýrir Kristján. Mál og menning var enda lengi tengt við sósíalista á Íslandi og var húsið að Laugavegi 18 oft nefnt Rúblan vegna orðrómsins um „Rússagullið“.En hvað verður fleira gert í tilefni afmælisins? „Fyrir utan ljósmyndasýninguna sem verður opin til áramóta verða ýmsar uppákomur og tilboð á ýmsum titlum. Við verðum með barnabókaveislu, rithöfundar sem sótt hafa verslunina reglulega koma í heimsókn og tónlistarmenn munu fylla húsið ljúfum tónum,“ segir Kristján og býður alla velkomna. solveig@frettabladid.is Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
Júlí 1979. Jónsteinn Haraldsson bóksali stendur á efri hæð bókabúðar Máls og menningar árið 1979. Eins og sést hefur heildarmynd verslunarinnar haldið sér.Mynd/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Bókabúðin Mál og menning var opnuð á Laugavegi 18 5. október árið 1961 af Máli og menningu bókmenntafélagi sem hafði þá starfað sem útgáfufélag og bókaforlag frá árinu 1937. „Bókabúðin hefur nú starfað undir sama nafni og á sama stað í fimmtíu ár og því munum við fagna með ýmsu móti,“ segir Kristján Freyr Halldórsson sem nýverið tók við sem verslunarstjóri í bókabúðinni sögufrægu. Hann nefnir meðal annars ljósmyndasýningu sem sett verður upp á öllum hæðum verslunarinnar. „Myndirnar fengum við hjá Ljósmyndasafni Reykjavíkur og sýna bókabúðina að innan og utan á hinum ýmsu tímabilum,“ útskýrir Kristján sem hefur verið viðloðandi bókabúðina í mörg ár. „Ég byrjaði að vinna hér árið 2000 í blálokin á rekstri búðarinnar undir merkjum Máls og menningar bókmenntafélags og hef því unnið hjá nærri öllum rekstraraðilum sem komið hafa af versluninni,“ segir hann glaðlega. Um aldamótin 2000 sameinaðist Mál og menning bókaútgáfunni Vöku-Helgafelli og Edda, miðlun og útgáfa varð til. Edda seldi þá rekstur Bókabúða Máls og menningar, sem voru orðnar sex talsins, til Pennans árið 2003. Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg var ekki breytt þó að Penninn færði aðrar verslanir undir undir merki Eymundsson. Penninn seldi síðan Kaupangi verslunina við Laugaveg árið 2009 en undir stjórn þeirra aðila fór verslunin í þrot snemma á þessu ári. Bókabúð Máls og menningar opnaði síðan aftur snemmsumars undir stjórn nýrra eigenda. „Mér finnst gleðilegt að nafn búðarinnar hafi haldist það sama í gegnum allar þessar breytingar enda mikil saga sem fylgir búðinni og húsinu. Hér hefur margt merkilegt fólk bæði starfað og verið fastagestir,“ segir Kristján. Hann segir hið nýja eignarhaldsfélag vilja byggja á hinum gamla og góða grunni og hnýta saman strengi fortíðar og framtíðar. Það lýsi sér til dæmis í nafni félagsins, Rúblan ehf. „Rúblan er í eigu sömu aðila og reka verslunina IÐU við Lækjargötu en með nafni félagsins er vísað í þá flökkusögu að húsið hafi verið byggt fyrir rúblur fengnar að styrk frá ráðamönnum í Sovétríkjunum á tímum kalda stríðsins,“ útskýrir Kristján. Mál og menning var enda lengi tengt við sósíalista á Íslandi og var húsið að Laugavegi 18 oft nefnt Rúblan vegna orðrómsins um „Rússagullið“.En hvað verður fleira gert í tilefni afmælisins? „Fyrir utan ljósmyndasýninguna sem verður opin til áramóta verða ýmsar uppákomur og tilboð á ýmsum titlum. Við verðum með barnabókaveislu, rithöfundar sem sótt hafa verslunina reglulega koma í heimsókn og tónlistarmenn munu fylla húsið ljúfum tónum,“ segir Kristján og býður alla velkomna. solveig@frettabladid.is
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið