Lífið

Saknar ekki Leonardo DiCaprio

Blake Lively virðist ekki sakna Leonardo DiCaprio ef marka má orð sjónarvotta sem sáu hana kyssa Ryan Reynolds á lestarstöð.nordicphotos/getty
Blake Lively virðist ekki sakna Leonardo DiCaprio ef marka má orð sjónarvotta sem sáu hana kyssa Ryan Reynolds á lestarstöð.nordicphotos/getty
Leikkonan Blake Lively grætur ekki samband sitt við Leonardo DiCaprio og sást hún í innilegum faðmlögum með Ryan Reynolds á lestarstöð í Boston.

Samkvæmt sjónarvottum sáust leikararnir haldast í hendur, faðmast og kyssast áður en Lively steig um borð í lest sem var á leið til New York. „Blake virtist ekki vera mikið að velta sér upp úr sambandsslitunum við Leo. Hún og Ryan virtust vera mjög hamingjusöm saman og þau kysstust oft og innilega. Hann beið á lestarteinunum allt þar til hún var úr augsýn. Það er augljóst að þau eru hrifin af hvort öðru, en hvort þetta er alvarlegt samband er annað mál,“ var haft eftir sjónarvotti.

Reynolds skildi við leikkonuna Scarlett Johansson í júlí á þessu ári, en parið hafði þá verið skilið að skiptum frá því í lok ársins 2010. Síðan þá hefur hann meðal annars verið orðaður við leikkonurnar Söndru Bullock og Oliviu Wilde.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.