Landaði hlutverki í stórmynd með Keiru Knightley 6. október 2011 08:00 Hera Hilmarsdóttir hefur verið önnum kafin eftir að námi hennar í LAMDA lauk. Hún fékk stórt hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni World Without End og landaði nýlega hlutverki í stórmyndinni Önnu Kareninu sem byggir á samnefndri bók Leo Tolstoj og skartar Jude Law og Keiru Knightley í aðalhlutverkum.fréttablaðið/Arnþór Leikkonan Hera Hilmarsdóttir hefur landað hlutverki í stórmyndinni Önnu Kareninu, sem skartar þeim Jude Law og Keiru Knightley í stærstu hlutverkunum. Þar að auki leikur Hera stórt hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni World Without End, sem meðal annars verður sýnd í Bretlandi, Kanada, Þýskalandi og Bandaríkjunum, en meðal leikara í henni eru Miranda Richardson, Ben Chaplin og Cynthia Nixon, best þekkt fyrir leik sinn í Sex & the City. „Ég hef verið mikið í tökum að undanförnu, aðallega í Ungverjalandi þar sem sjónvarpsserían er tekin,“ sagði Hera þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hera var að ljúka námi í leiklist við hinn virta London Academy of Music and Dramatic Arts, eða LAMDA eins og hann er alla jafna kallaður, en fékk hlutverkið í sjónvarpsþáttunum skömmu fyrir útskrift. Hún flaug þess í stað beint til Ungverjalands og dvaldi þar við tökur. „Ég var á hóteli með öllum leikurunum og lærði alveg heilmikið af því,“ segir Hera hógvær. En stóra dæmið er án nokkurs vafa hlutverkið í Önnu Kareninu. Myndin er byggð á samnefndri bók Leo Tolstoj og verður mikið búningadrama, en tökur hjá Heru byrja í nóvember. Leikstjóri myndarinnar er Joe Wright, sem hefur gert kvikmyndir á borð við Atonement og Pride & Prejudice en leikstýrði síðast Cate Blanchett og Eric Bana í Hanna. Hera leikur konu að nafni Varya, sem leikkonan segir ekki vera stórt hlutverk, hún fái þó að segja nokkrar línur. Hera hefur tekið virkan þátt í undirbúningnum og leikstjórinn Wright sækir mikið í leikhúsið í vinnu sinni; til að mynda fór allur hópurinn saman í æfingabúðir og þar voru teknir nokkrir leikir, meðal annars nafnaleikir. „Leikstjórinn er þannig að það skiptir engu máli hversu stór stjarnan er, allir eru með.“ Sem þýddi að Jude Law og Keira Knightley voru meðal þátttakenda þótt vissulega hafi flestir þekkt nöfn þeirra. „Menn voru fljótir að gleyma nöfnum hinna í tökuliðinu,“ segir Hera og hlær. Hera, sem verður 23 ára í desember, er komin með umboðsmann og hyggst reyna að hasla sér völl í Bretlandi. Leikkonan er nú nýflutt til Norður-Lundúna og búin að koma sér ágætlega fyrir. Hún segist þó ætla að finna sér einhverja fína íbúð eftir áramót, hún hafi bara ekki haft neinn tíma til þess. „Og svo kem ég heim um jólin.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Leikkonan Hera Hilmarsdóttir hefur landað hlutverki í stórmyndinni Önnu Kareninu, sem skartar þeim Jude Law og Keiru Knightley í stærstu hlutverkunum. Þar að auki leikur Hera stórt hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni World Without End, sem meðal annars verður sýnd í Bretlandi, Kanada, Þýskalandi og Bandaríkjunum, en meðal leikara í henni eru Miranda Richardson, Ben Chaplin og Cynthia Nixon, best þekkt fyrir leik sinn í Sex & the City. „Ég hef verið mikið í tökum að undanförnu, aðallega í Ungverjalandi þar sem sjónvarpsserían er tekin,“ sagði Hera þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hera var að ljúka námi í leiklist við hinn virta London Academy of Music and Dramatic Arts, eða LAMDA eins og hann er alla jafna kallaður, en fékk hlutverkið í sjónvarpsþáttunum skömmu fyrir útskrift. Hún flaug þess í stað beint til Ungverjalands og dvaldi þar við tökur. „Ég var á hóteli með öllum leikurunum og lærði alveg heilmikið af því,“ segir Hera hógvær. En stóra dæmið er án nokkurs vafa hlutverkið í Önnu Kareninu. Myndin er byggð á samnefndri bók Leo Tolstoj og verður mikið búningadrama, en tökur hjá Heru byrja í nóvember. Leikstjóri myndarinnar er Joe Wright, sem hefur gert kvikmyndir á borð við Atonement og Pride & Prejudice en leikstýrði síðast Cate Blanchett og Eric Bana í Hanna. Hera leikur konu að nafni Varya, sem leikkonan segir ekki vera stórt hlutverk, hún fái þó að segja nokkrar línur. Hera hefur tekið virkan þátt í undirbúningnum og leikstjórinn Wright sækir mikið í leikhúsið í vinnu sinni; til að mynda fór allur hópurinn saman í æfingabúðir og þar voru teknir nokkrir leikir, meðal annars nafnaleikir. „Leikstjórinn er þannig að það skiptir engu máli hversu stór stjarnan er, allir eru með.“ Sem þýddi að Jude Law og Keira Knightley voru meðal þátttakenda þótt vissulega hafi flestir þekkt nöfn þeirra. „Menn voru fljótir að gleyma nöfnum hinna í tökuliðinu,“ segir Hera og hlær. Hera, sem verður 23 ára í desember, er komin með umboðsmann og hyggst reyna að hasla sér völl í Bretlandi. Leikkonan er nú nýflutt til Norður-Lundúna og búin að koma sér ágætlega fyrir. Hún segist þó ætla að finna sér einhverja fína íbúð eftir áramót, hún hafi bara ekki haft neinn tíma til þess. „Og svo kem ég heim um jólin.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein