Lífið

Sex tíma langt lag

Nýjasta lag The Flaming Lips er sex klukkustunda langt.
Nýjasta lag The Flaming Lips er sex klukkustunda langt.
Bandaríska furðusveitin The Flaming Lips hefur safnað yfir tveimur milljónum króna með því að taka upp sex klukkustunda langt lag með Sean Lennon, syni Bítilsins Johns Lennon. Allur ágóði af laginu rennur til mannúðarsamtaka í heimaborg hljómsveitarinnar, Oklahoma, og til tónlistarháskóla í borginni.

Aðdáendur Flaming Lips voru hvattir til að gefa um tólf þúsund krónur hver í söfnunina og fyrir vikið las Sean Lennon upp nöfn þeirra í laginu. Að sögn söngvarans Wayne Coyne mun söfnunin fækka heimilislausum dýrum í Oklahoma og verða til þess að fjárfest verður í tækjabúnaði fyrir háskólann. Það sem gerir þetta nýja sex klukkustunda lag enn skrítnara er að aðeins verður hægt að hlusta á það í gegnum nýtt leikfang, Strobo Trip, sem verður selt á heimasíðu The Flaming Lips.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.