Baltasar Kormákur vill gera Everest-kvikmynd á Íslandi 5. október 2011 09:00 Samstarf Marks Wahlberg og Baltasars Kormáks virðist hafa gengið mjög vel því leikarinn vill fá íslenska leikstjórann fyrir sína næstu mynd. Baltasar stendur einnig til boða að leikstýra kvikmyndinni Everest sem gerist á toppi hæsta fjalls heims en til greina kemur að taka upp stóran hluta þeirrar myndar á Vatnajökli. Íslenski kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur virðist vera kominn með annan fótinn inn í Hollywood. Honum standa til boða tvö mjög spennandi kvikmyndaverkefni en hann vonast til að geta gert annað þeirra á Íslandi. Samkvæmt vefútgáfu bandarísku kvikmyndabiblíunnar Variety stendur Baltasar Kormáki til boða að leikstýra tveimur verkefnum í Hollywood. Annað þeirra er framhald á samstarfi hans við bandaríska stórleikarann Mark Wahlberg og hin er kvikmynd sem byggð er á sannsögulegum atburðum sem gerðust á Everest-fjalli. „Það verkefni er mjög flott og ég er mjög spenntur fyrir því. Ég er akkúrat að funda með fulltrúum frá framleiðslufyrirtækinu Working Title í London út af því núna,“ segir Baltasar Kormákur í samtali við Fréttablaðið. Myndin segir frá því þegar tólf reyndir fjallgöngugarpar létu lífið í grennd við tind Everest. Baltasar segir það vera til skoðunar að taka stóra hluta myndarinnar hér á landi og Vatnajökull verið helst nefnt í því samhengi. „Það er auðvitað ekki hægt að gera myndina á Everest og menn eru mjög áhugasamir um að koma með hana til Íslands,“ segir Baltasar. Tökur færu jafnframt fram í Nepal, en Baltasar var ekki reiðubúinn að upplýsa hvaða leikarar kæmu til greina í aðalhlutverkin. Hin myndin sem leikstjóranum stendur til boða að leikstýra er síðan 2 Guns, en Mark Wahlberg mun væntanlega leika aðalhlutverkið. Baltasar og Wahlberg unnu saman að gerð Contraband, en stikla þeirrar myndar sló rækilega í gegn á myndbandavefnum YouTube. Myndin er byggð á myndasögu Stevens Grant og er sögð eiga að vera hálfgerður nútímavestri í anda mynda á borð við Out of Sight og Get Shorty. „Það eru myndir sem taka sjálfar sig ekkert of hátíðlega,“ segir Baltasar, en viðræður standa yfir við aðra stóra stjörnu um að leika í myndinni. Handritið er skrifað af David O. Russell, sem var maðurinn á bak við verðlaunamyndina The Fighter. Hlutirnir eru því augljóslega fljótir að gerast í Hollywood og Baltasar viðurkennir að þetta sé auðvitað hálfgerður draumur. „Þetta er náttúrlega eitthvað sem mann hefur lengi langað til að gera en það getur líka alltaf komið bakslag og því er mjög mikilvægt að halda fast í ræturnar, ég er því ekki að fara neitt frá Íslandi þótt þessi verkefni standi til boða.“freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Íslenski kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur virðist vera kominn með annan fótinn inn í Hollywood. Honum standa til boða tvö mjög spennandi kvikmyndaverkefni en hann vonast til að geta gert annað þeirra á Íslandi. Samkvæmt vefútgáfu bandarísku kvikmyndabiblíunnar Variety stendur Baltasar Kormáki til boða að leikstýra tveimur verkefnum í Hollywood. Annað þeirra er framhald á samstarfi hans við bandaríska stórleikarann Mark Wahlberg og hin er kvikmynd sem byggð er á sannsögulegum atburðum sem gerðust á Everest-fjalli. „Það verkefni er mjög flott og ég er mjög spenntur fyrir því. Ég er akkúrat að funda með fulltrúum frá framleiðslufyrirtækinu Working Title í London út af því núna,“ segir Baltasar Kormákur í samtali við Fréttablaðið. Myndin segir frá því þegar tólf reyndir fjallgöngugarpar létu lífið í grennd við tind Everest. Baltasar segir það vera til skoðunar að taka stóra hluta myndarinnar hér á landi og Vatnajökull verið helst nefnt í því samhengi. „Það er auðvitað ekki hægt að gera myndina á Everest og menn eru mjög áhugasamir um að koma með hana til Íslands,“ segir Baltasar. Tökur færu jafnframt fram í Nepal, en Baltasar var ekki reiðubúinn að upplýsa hvaða leikarar kæmu til greina í aðalhlutverkin. Hin myndin sem leikstjóranum stendur til boða að leikstýra er síðan 2 Guns, en Mark Wahlberg mun væntanlega leika aðalhlutverkið. Baltasar og Wahlberg unnu saman að gerð Contraband, en stikla þeirrar myndar sló rækilega í gegn á myndbandavefnum YouTube. Myndin er byggð á myndasögu Stevens Grant og er sögð eiga að vera hálfgerður nútímavestri í anda mynda á borð við Out of Sight og Get Shorty. „Það eru myndir sem taka sjálfar sig ekkert of hátíðlega,“ segir Baltasar, en viðræður standa yfir við aðra stóra stjörnu um að leika í myndinni. Handritið er skrifað af David O. Russell, sem var maðurinn á bak við verðlaunamyndina The Fighter. Hlutirnir eru því augljóslega fljótir að gerast í Hollywood og Baltasar viðurkennir að þetta sé auðvitað hálfgerður draumur. „Þetta er náttúrlega eitthvað sem mann hefur lengi langað til að gera en það getur líka alltaf komið bakslag og því er mjög mikilvægt að halda fast í ræturnar, ég er því ekki að fara neitt frá Íslandi þótt þessi verkefni standi til boða.“freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein