Með gítarinn í kjöltunni 3. október 2011 10:00 Smári Tarfur ætlar að taka upp sína fyrstu sólóplötu í vetur með gítarinn í kjöltunni. mynd/Marino Thorlacius Smári Tarfur er að undirbúa plötu þar sem hann spilar á kjöltugítar og syngur með. Hann hitar upp fyrir átrúnaðargoð sitt síðar í mánuðinum. Tónlistarmaðurinn Smári Tarfur hefur verið að fikra sig áfram sem kjöltugítarleikari og ætlar að taka upp sína fyrstu sólóplötu í vetur þar sem hann syngur sjálfur í fyrsta sinn. Hann hitar upp fyrir átrúnaðargoð sitt Kelly Joe Phelps sem kemur fram ásamt Corrine West á fernum tónleikum á Íslandi seinna í október. „Ég byrjaði að spila „slide“ fyrir kannski þremur árum í þessum kjöltustíl. Út frá því ákvað ég að láta reyna á sönginn í leiðinni,“ segir Smári, sem er þekktur fyrir gítarleik sinn með Quarashi. Tveir mánuðir eru síðan hann byrjaði að koma fram opinberlega með gítarinn í kjöltunni og það var einmitt Kelly Joe Phelps sem veitti honum innblásturinn. „Hann hóf feril sinn svona og að auki hef ég lengi verið mjög hrifinn af því þegar fólk er bara eitt með gítar og syngur. Það er mjög berskjölduð útgáfa af tónlist,“ segir hann og er mjög spenntur fyrir upphituninni fyrir Phelps og West. „Ef einhver hefði sagt mér að ég væri að fara að hitta uppáhaldsgítarleikarann minn veit ég ekki hvert ég hefði farið. Það er mér mikill heiður að fá að hita upp fyrir Michael Jordan kassagítarsins.“ Smári ætlar að taka upp sína fyrstu plötu með kjöltugítarinn að vopni í vetur á fjölrása segulband. Hún verður tekin upp um leið og hann spilar og syngur á sama tíma inn á segulbandið. Fyrst ætlar hann þó að öðlast meiri reynslu við að koma fram. „Ég vil leyfa röddinni aðeins að slípast til. Gamli söngvarinn í AC/DC sagðist hafa skolað munninn vel með viskíi bæði fyrir upptökur og tónleika. Ég veit ekki alveg hvort ég fari í þau trix.,“ segir hann hress. Smári var í hljómsveitinni Hot Damn ásamt Jenna í Brain Police og síðast komu þeir fram saman fyrir fjórum árum. „Hann skildi mig bara eftir með tárin í augunum og flutti út til annars lands. Ég hugsaði með mér að ég yrði bara að syngja sjálfur, fyrst Jenni var farinn úr lífi mínu.“ Eitthvað er um að íslenskir gítarleikarar spili á kjöltugítar en ekki er vitað til þess að þeir syngi líka. Smári segir töluvert öðruvísi að spila á slíkan gítar en venjulegan gítar. „Að mörgu leyti finnst mér það skemmtilegra. Þú færð hljóðið til þín þegar þú ert að spila á „slide“ en þegar þú ert að spila á annars konar gítar fer hljóðið frá þér.“ Myndband með gítarleik Smára má finna á Youtube. Miðasala á tónleika Phelps og West, þar sem Smári og Beggi Smári hita upp , er hafin á Midi.is. Þau munu koma fram í Reykjavík, á Akureyri, Laugarbakka og í Stykkishólmi 19. til 22. október. Hljómsveitin Ylja verður sérstakur gestur á Laugarbakka og í Stykkishólmi. freyr@frettabladid.is Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Sjá meira
Smári Tarfur er að undirbúa plötu þar sem hann spilar á kjöltugítar og syngur með. Hann hitar upp fyrir átrúnaðargoð sitt síðar í mánuðinum. Tónlistarmaðurinn Smári Tarfur hefur verið að fikra sig áfram sem kjöltugítarleikari og ætlar að taka upp sína fyrstu sólóplötu í vetur þar sem hann syngur sjálfur í fyrsta sinn. Hann hitar upp fyrir átrúnaðargoð sitt Kelly Joe Phelps sem kemur fram ásamt Corrine West á fernum tónleikum á Íslandi seinna í október. „Ég byrjaði að spila „slide“ fyrir kannski þremur árum í þessum kjöltustíl. Út frá því ákvað ég að láta reyna á sönginn í leiðinni,“ segir Smári, sem er þekktur fyrir gítarleik sinn með Quarashi. Tveir mánuðir eru síðan hann byrjaði að koma fram opinberlega með gítarinn í kjöltunni og það var einmitt Kelly Joe Phelps sem veitti honum innblásturinn. „Hann hóf feril sinn svona og að auki hef ég lengi verið mjög hrifinn af því þegar fólk er bara eitt með gítar og syngur. Það er mjög berskjölduð útgáfa af tónlist,“ segir hann og er mjög spenntur fyrir upphituninni fyrir Phelps og West. „Ef einhver hefði sagt mér að ég væri að fara að hitta uppáhaldsgítarleikarann minn veit ég ekki hvert ég hefði farið. Það er mér mikill heiður að fá að hita upp fyrir Michael Jordan kassagítarsins.“ Smári ætlar að taka upp sína fyrstu plötu með kjöltugítarinn að vopni í vetur á fjölrása segulband. Hún verður tekin upp um leið og hann spilar og syngur á sama tíma inn á segulbandið. Fyrst ætlar hann þó að öðlast meiri reynslu við að koma fram. „Ég vil leyfa röddinni aðeins að slípast til. Gamli söngvarinn í AC/DC sagðist hafa skolað munninn vel með viskíi bæði fyrir upptökur og tónleika. Ég veit ekki alveg hvort ég fari í þau trix.,“ segir hann hress. Smári var í hljómsveitinni Hot Damn ásamt Jenna í Brain Police og síðast komu þeir fram saman fyrir fjórum árum. „Hann skildi mig bara eftir með tárin í augunum og flutti út til annars lands. Ég hugsaði með mér að ég yrði bara að syngja sjálfur, fyrst Jenni var farinn úr lífi mínu.“ Eitthvað er um að íslenskir gítarleikarar spili á kjöltugítar en ekki er vitað til þess að þeir syngi líka. Smári segir töluvert öðruvísi að spila á slíkan gítar en venjulegan gítar. „Að mörgu leyti finnst mér það skemmtilegra. Þú færð hljóðið til þín þegar þú ert að spila á „slide“ en þegar þú ert að spila á annars konar gítar fer hljóðið frá þér.“ Myndband með gítarleik Smára má finna á Youtube. Miðasala á tónleika Phelps og West, þar sem Smári og Beggi Smári hita upp , er hafin á Midi.is. Þau munu koma fram í Reykjavík, á Akureyri, Laugarbakka og í Stykkishólmi 19. til 22. október. Hljómsveitin Ylja verður sérstakur gestur á Laugarbakka og í Stykkishólmi. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Grindavík sigursæl erlendis Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Sjá meira