Það voru reyndir menn sem stigu á stóra svið Þjóðleikhússins á fimmtudagskvöldið og frumsýndu leikritið Listaverkið fyrir fullum sal. Salurinn veltist um af hlátri á meðan Baltasar Kormákur, Hilmir Snær Guðnason og Ingvar E. Sigurðsson veltum vöngum yfir skjannahvítu listaverki.
Meðal frumsýningargesta var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi ráðherra, sem var í fylgd með föður sínum Gunnari Eyjólfssyni leikara. Einnig mátti sjá leikarana Ólaf Egilsson og Unni Ösp Stefánsdóttur. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri var vitaskuld í salnum, sem og lögfræðingurinn Sveinn Andri Sveinsson.
Hlátrasköllin ómuðu
