Lífið

Heimilið eins og sumarbústaður

"Mér líður einna best í vinnuhorninu mínu þar sem ég föndra mikið, skrifa og mála.“
"Mér líður einna best í vinnuhorninu mínu þar sem ég föndra mikið, skrifa og mála.“ Fréttablaðið/Valli
Aron Bergmann Magnússon, myndlistarmaður og leikmyndahönnuður, vinnur um þessar mundir við gerð gamanþátta Mið-Íslands-hópsins sem sýndir verða á Stöð 2 eftir áramót.

Aron er búsettur í litlu húsi í Þingholtunum ásamt dætrum sínum tveim og þar fær listin sitt pláss. Föstudagur fékk að líta í heimsókn til Arons og skoða uppáhaldshluti hans.

Smellið á myndina hér til hliðar til að fletta myndasafninu.



Aldur:31 árs.

Í hvaða hverfi býrðu og hver er helsti kostur hverfisins?

Ég bý í Þingholtunum. Helstu kostir hverfisins eru góðir nágrannar, það er mjög fjölskylduvænt og stutt að fara í miðbæinn.

Hvað einkennir heimili þitt?

Það er mjög heimilislegt og svolítið eins og að koma upp í sumarbústað.

Hvar líður þér best í íbúðinni?

Það eru tveir staðir. Annars vegar í vinnuhorninu mínu þar sem ég föndra mikið, skrifa og mála. Og hins vegar í svefnherberginu þar sem ég og stelpurnar mínar tvær liggjum og lesum fyrir svefninn, spjöllum og eigum góðar stundir.

Hvernig er týpískur laugardagsmorgunn hjá þér?

Annað hvort að gera mig til fyrir vinnu eða eiga rólegan morgun með litlu skvísunum mínum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.