Atvinnulaus einstæð móðir fær ekki undanþágu hjá LÍN 26. september 2011 06:00 Anna guðlaugsdóttir og dóttir hennar „Ég hef ekki efni á að borga námslánin á meðan ég er atvinnulaus, jafnvel þótt ég dreifi afborgunum þá á ég varla fyrir mat handa mér og dóttur minni," segir Anna Guðlaugsdóttir, þrítug einstæð móðir sem búsett er í Danmörku. Hún fékk á dögunum synjun á umsókn um undanþágu frá greiðslu tekjutengdrar afborgunar LÍN á þeim forsendum að tekjur hennar hafi verið yfir fjórum milljónum króna í fyrra. Anna gagnrýnir viðmiðið, segir fjórar milljónir króna lága upphæð í öðrum löndum eftir gengishrun. Anna fékk, eins og um þrjátíu þúsund greiðendur LÍN, greiðsluseðil í byrjun mánaðar. Hún segir aðstæður sínar slíkar að hún geti vart greitt af láninu að sinni. Anna flutti til Danmerkur árið 2002 þegar hún hóf nám í rússnesku og útskrifaðist hún með meistaragráðu frá Kaupmannahafnarháskóla fyrir tveimur árum. Námið fjármagnaði hún að hluta með lánum LÍN. Aðstæður í atvinnumálum eru slæmar í Danmörku eins og hér. Anna hefur verið atvinnulaus frá í fyrra að frátöldu fæðingarorlofi en hún eignaðist dóttur í nóvember í fyrra. Þær mæðgur búa saman í leigubúð í norðvesturhluta Kaupmannahafnar. Anna segir að þótt atvinnuleysisbætur virðist háar í íslensku samhengi þá séu þær rétt yfir fátæktarmörkum í Danmörku. „Ég er öruggleg ekki eina manneskjan sem hefur lent í þessu," segir hún. „Við höfum alltaf reynt að taka tillit til aðstæðna fólks. En umsækjendur verða að leggja fram gögn máli sínu til stuðnings þegar þeir sækja um þau úrræði sem við bjóðum," segir Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN. Hún bendir á að lögum samkvæmt verði ákveðin skilyrði að vera fyrir hendi svo LÍN geti veitt undanþágur frá greiðslu afborgana. Þar á meðal eru atvinnuleysi, veikindi, umönnun barna eða örorka. Því til viðbótar hækkaði sjóðurinn tekjuviðmiðið sem haft er til hliðsjónar þegar veittar eru undanþágur, úr tveimur milljónum króna á ári í fjórar í mars 2009. Auk þess hefur staðið til boða frá í mars 2010 frysting námslána í allt að þrjú ár ef um verulega fjárhagsörðugleika er að ræða. Í fyrra sóttu tæplega fjögur þúsund viðskiptavinir LÍN um undanþágur frá afborgunum lána. Það eru um fjórtán prósent allra greiðenda. Guðrún býst við svipuðum fjölda í ár. Hún áréttar að þeir sem sæki um úrræði sjóðsins leggi fram gögn máli sínu til stuðnings. jonab@frettabladid.isvið afgreiðsluborðið hjá lín Búist er við að um fjögur þúsund manns sæki um undanþágu frá greiðslu afborgana lána LÍN í ár. Fréttablaðið/GVA Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
„Ég hef ekki efni á að borga námslánin á meðan ég er atvinnulaus, jafnvel þótt ég dreifi afborgunum þá á ég varla fyrir mat handa mér og dóttur minni," segir Anna Guðlaugsdóttir, þrítug einstæð móðir sem búsett er í Danmörku. Hún fékk á dögunum synjun á umsókn um undanþágu frá greiðslu tekjutengdrar afborgunar LÍN á þeim forsendum að tekjur hennar hafi verið yfir fjórum milljónum króna í fyrra. Anna gagnrýnir viðmiðið, segir fjórar milljónir króna lága upphæð í öðrum löndum eftir gengishrun. Anna fékk, eins og um þrjátíu þúsund greiðendur LÍN, greiðsluseðil í byrjun mánaðar. Hún segir aðstæður sínar slíkar að hún geti vart greitt af láninu að sinni. Anna flutti til Danmerkur árið 2002 þegar hún hóf nám í rússnesku og útskrifaðist hún með meistaragráðu frá Kaupmannahafnarháskóla fyrir tveimur árum. Námið fjármagnaði hún að hluta með lánum LÍN. Aðstæður í atvinnumálum eru slæmar í Danmörku eins og hér. Anna hefur verið atvinnulaus frá í fyrra að frátöldu fæðingarorlofi en hún eignaðist dóttur í nóvember í fyrra. Þær mæðgur búa saman í leigubúð í norðvesturhluta Kaupmannahafnar. Anna segir að þótt atvinnuleysisbætur virðist háar í íslensku samhengi þá séu þær rétt yfir fátæktarmörkum í Danmörku. „Ég er öruggleg ekki eina manneskjan sem hefur lent í þessu," segir hún. „Við höfum alltaf reynt að taka tillit til aðstæðna fólks. En umsækjendur verða að leggja fram gögn máli sínu til stuðnings þegar þeir sækja um þau úrræði sem við bjóðum," segir Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN. Hún bendir á að lögum samkvæmt verði ákveðin skilyrði að vera fyrir hendi svo LÍN geti veitt undanþágur frá greiðslu afborgana. Þar á meðal eru atvinnuleysi, veikindi, umönnun barna eða örorka. Því til viðbótar hækkaði sjóðurinn tekjuviðmiðið sem haft er til hliðsjónar þegar veittar eru undanþágur, úr tveimur milljónum króna á ári í fjórar í mars 2009. Auk þess hefur staðið til boða frá í mars 2010 frysting námslána í allt að þrjú ár ef um verulega fjárhagsörðugleika er að ræða. Í fyrra sóttu tæplega fjögur þúsund viðskiptavinir LÍN um undanþágur frá afborgunum lána. Það eru um fjórtán prósent allra greiðenda. Guðrún býst við svipuðum fjölda í ár. Hún áréttar að þeir sem sæki um úrræði sjóðsins leggi fram gögn máli sínu til stuðnings. jonab@frettabladid.isvið afgreiðsluborðið hjá lín Búist er við að um fjögur þúsund manns sæki um undanþágu frá greiðslu afborgana lána LÍN í ár. Fréttablaðið/GVA
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira