Atvinnulaus einstæð móðir fær ekki undanþágu hjá LÍN 26. september 2011 06:00 Anna guðlaugsdóttir og dóttir hennar „Ég hef ekki efni á að borga námslánin á meðan ég er atvinnulaus, jafnvel þótt ég dreifi afborgunum þá á ég varla fyrir mat handa mér og dóttur minni," segir Anna Guðlaugsdóttir, þrítug einstæð móðir sem búsett er í Danmörku. Hún fékk á dögunum synjun á umsókn um undanþágu frá greiðslu tekjutengdrar afborgunar LÍN á þeim forsendum að tekjur hennar hafi verið yfir fjórum milljónum króna í fyrra. Anna gagnrýnir viðmiðið, segir fjórar milljónir króna lága upphæð í öðrum löndum eftir gengishrun. Anna fékk, eins og um þrjátíu þúsund greiðendur LÍN, greiðsluseðil í byrjun mánaðar. Hún segir aðstæður sínar slíkar að hún geti vart greitt af láninu að sinni. Anna flutti til Danmerkur árið 2002 þegar hún hóf nám í rússnesku og útskrifaðist hún með meistaragráðu frá Kaupmannahafnarháskóla fyrir tveimur árum. Námið fjármagnaði hún að hluta með lánum LÍN. Aðstæður í atvinnumálum eru slæmar í Danmörku eins og hér. Anna hefur verið atvinnulaus frá í fyrra að frátöldu fæðingarorlofi en hún eignaðist dóttur í nóvember í fyrra. Þær mæðgur búa saman í leigubúð í norðvesturhluta Kaupmannahafnar. Anna segir að þótt atvinnuleysisbætur virðist háar í íslensku samhengi þá séu þær rétt yfir fátæktarmörkum í Danmörku. „Ég er öruggleg ekki eina manneskjan sem hefur lent í þessu," segir hún. „Við höfum alltaf reynt að taka tillit til aðstæðna fólks. En umsækjendur verða að leggja fram gögn máli sínu til stuðnings þegar þeir sækja um þau úrræði sem við bjóðum," segir Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN. Hún bendir á að lögum samkvæmt verði ákveðin skilyrði að vera fyrir hendi svo LÍN geti veitt undanþágur frá greiðslu afborgana. Þar á meðal eru atvinnuleysi, veikindi, umönnun barna eða örorka. Því til viðbótar hækkaði sjóðurinn tekjuviðmiðið sem haft er til hliðsjónar þegar veittar eru undanþágur, úr tveimur milljónum króna á ári í fjórar í mars 2009. Auk þess hefur staðið til boða frá í mars 2010 frysting námslána í allt að þrjú ár ef um verulega fjárhagsörðugleika er að ræða. Í fyrra sóttu tæplega fjögur þúsund viðskiptavinir LÍN um undanþágur frá afborgunum lána. Það eru um fjórtán prósent allra greiðenda. Guðrún býst við svipuðum fjölda í ár. Hún áréttar að þeir sem sæki um úrræði sjóðsins leggi fram gögn máli sínu til stuðnings. jonab@frettabladid.isvið afgreiðsluborðið hjá lín Búist er við að um fjögur þúsund manns sæki um undanþágu frá greiðslu afborgana lána LÍN í ár. Fréttablaðið/GVA Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
„Ég hef ekki efni á að borga námslánin á meðan ég er atvinnulaus, jafnvel þótt ég dreifi afborgunum þá á ég varla fyrir mat handa mér og dóttur minni," segir Anna Guðlaugsdóttir, þrítug einstæð móðir sem búsett er í Danmörku. Hún fékk á dögunum synjun á umsókn um undanþágu frá greiðslu tekjutengdrar afborgunar LÍN á þeim forsendum að tekjur hennar hafi verið yfir fjórum milljónum króna í fyrra. Anna gagnrýnir viðmiðið, segir fjórar milljónir króna lága upphæð í öðrum löndum eftir gengishrun. Anna fékk, eins og um þrjátíu þúsund greiðendur LÍN, greiðsluseðil í byrjun mánaðar. Hún segir aðstæður sínar slíkar að hún geti vart greitt af láninu að sinni. Anna flutti til Danmerkur árið 2002 þegar hún hóf nám í rússnesku og útskrifaðist hún með meistaragráðu frá Kaupmannahafnarháskóla fyrir tveimur árum. Námið fjármagnaði hún að hluta með lánum LÍN. Aðstæður í atvinnumálum eru slæmar í Danmörku eins og hér. Anna hefur verið atvinnulaus frá í fyrra að frátöldu fæðingarorlofi en hún eignaðist dóttur í nóvember í fyrra. Þær mæðgur búa saman í leigubúð í norðvesturhluta Kaupmannahafnar. Anna segir að þótt atvinnuleysisbætur virðist háar í íslensku samhengi þá séu þær rétt yfir fátæktarmörkum í Danmörku. „Ég er öruggleg ekki eina manneskjan sem hefur lent í þessu," segir hún. „Við höfum alltaf reynt að taka tillit til aðstæðna fólks. En umsækjendur verða að leggja fram gögn máli sínu til stuðnings þegar þeir sækja um þau úrræði sem við bjóðum," segir Guðrún Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri LÍN. Hún bendir á að lögum samkvæmt verði ákveðin skilyrði að vera fyrir hendi svo LÍN geti veitt undanþágur frá greiðslu afborgana. Þar á meðal eru atvinnuleysi, veikindi, umönnun barna eða örorka. Því til viðbótar hækkaði sjóðurinn tekjuviðmiðið sem haft er til hliðsjónar þegar veittar eru undanþágur, úr tveimur milljónum króna á ári í fjórar í mars 2009. Auk þess hefur staðið til boða frá í mars 2010 frysting námslána í allt að þrjú ár ef um verulega fjárhagsörðugleika er að ræða. Í fyrra sóttu tæplega fjögur þúsund viðskiptavinir LÍN um undanþágur frá afborgunum lána. Það eru um fjórtán prósent allra greiðenda. Guðrún býst við svipuðum fjölda í ár. Hún áréttar að þeir sem sæki um úrræði sjóðsins leggi fram gögn máli sínu til stuðnings. jonab@frettabladid.isvið afgreiðsluborðið hjá lín Búist er við að um fjögur þúsund manns sæki um undanþágu frá greiðslu afborgana lána LÍN í ár. Fréttablaðið/GVA
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira